Nei, það er enginn skortur á skoðanafrelsi á Sigló

Nei, það er enginn skortur á skoðanafrelsi á Sigló Í AKUREYRI vikublað (bæjarblað Akureyringa) sem er borið í hús hér víða má lesa grein á bls.8 þar sem

Fréttir

Nei, það er enginn skortur á skoðanafrelsi á Sigló

Í AKUREYRI vikublað (bæjarblað Akureyringa) sem er borið í hús hér víða má lesa grein á bls.8 þar sem vitnað er í greinaskrif fréttaritara Sigló.is varðandi kirkjugarðsvandamál bæjarins og er fyrirsögnin: "Skoðanafrelsi ekki sem skyldi á Siglufirði?"   (Sjá vikublaðið hér í pdf formati, flettið síðan að bls 8)

 "Jón fer í pistli sínum mörgum orðum um viðbrögð bæjarbúa í kjölfar þess að siglo.is skrifaði gagnrýna umfjöllun um málið.

Verður ekki betur séð af skrifum hans en hann telji að hann hafi ekki haft frelsi til að fjalla neikvætt um héraðsmál. BÞ"

Nei, það er enginn skortur á  skoðanafrelsi á Sigló.is eða hjá bæjarbúum en grein fréttaritara: Pistill: Kirkjugarða vandamál Siglfirðinga eru grafalvarleg mál tekur púlsinn á því vandamáli þegar birtar eru neikvæðar greinar í litlum bæjarmiðlum. En miðað við viðbrögð 99.9 % bæjarbúa þá er það augljóst að fólk vill og hefur þörf fyrir miðla sem hlusta og tala um það sem fólki finnst miður fara í þeirra samfélagi. 

En að sjálfsögu mikilvægt að skrif bæjarmiðla snúist aldrei um að ráðast á persónu annarra, því það er verulegur munur á persónu fólks og því opinbera hlutverki sem sú manneskja sinnir í samfélaginu.

Síðan er það ómögulegt að EKKI vera skyldur eða á einhvern hátt tengdur meirihluta íbúa bæjarins.

Sigló.is er líka af því leitinu til frjáls miðill að vera ekki svo háður auglýsingatekjum og að eigendur hafa aldrei og munu aldrei leggja sig í hvað fréttaritari skrifar í sínu eigin nafni. Ef slíkt myndi gerast mun undirritaður ekki skrifa eitt orð til viðbótar í þennan miðil.

Sigló.is er sá miðill þar sem ekkert er of smátt eða ómerkilegt eða of stórt til að skrifa um, lífið og fólkið í bænum er grunnur þessa miðils.

Sigló.is býður bæjarbúum upp að hafa samband gegnum síma 842-0089 eða sms og gegnum tölvupóst nonnibjorgvins@hotmail.com.

En eins og blaðamaður Akureyri vikublað bendir á í lok greinar sinnar getur skoðanafrelsi verið skorðað að vissu leiti í minni miðlum og bæjarblöðum eins og sjá má á tilvísun hans hér neðan.

"Geta má þess að í meistararitgerð frá árinu 2014 í Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, var gerð rannsókn á högum blaðamanna víða um land.Þeir voru m.a. spurðir um eigið frelsi til að skrifa gagnrýnar fréttir.Kom fram í meistararitgerðinni að hluti blaðamanna þorir vart að skrifa gagnrýnar fréttir um nærsamfélagið, einmitt vegna ótta um aðkast. -BÞ"

Texti og mynd:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842-0089 


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst