Olíufurstinn afsakar okrið
Tæpast verður séð með hvaða hætti ofursköttun Steingríms J. Sigfússonar á bensíni og olíum getur tryggt vöxt og viðgang vistvænni orkugjafa. Þó merkileg séum þá mun skattheimta á Íslandi aldrei flýta fyrir, hraða eða breyta þróun í eldsneytismálum ökutækja. Orð Steingríms J. eru orðhengilsháttur og útúrsnúningar, en í þeim fræðum er hann færastur núlifandi íslendinga.
Á sínum tíma hvöttu ráðamenn þjóðarinnar fólk til að fjárfesta í díselbílum frekar en bensínbílum þar sem um skárri orkugjafa væri að ræða. Þegar þungaskattur var afnumin var talað um að þetta væri hið besta bjargráð og sparnaður fyrir heimilin í landinu að aka um á díselbíl frekar en bensínbíl. Ég ákvað að leggja trúnað á þetta og keypti mér díselbíl, en nú verð ég að sætta mig við að lítrinn af díselolíu kostar meira en bensínlítrinn.
Hvað skyldi metangasið og hýdrógenið kosta þegar Steingrímur hefur farið skattlagningarhöndum sínum um þá orkugjafa?
Olíufurstinn Steingrímur stendur á Alþingi og neitar með öllu að fella niður hlut af skattheimtu ríkisins þrátt fyrir bráðahækkun olíu vegna átaka í norður hluta Afríku. Heimilin í landinu þurfa að þola lakari lífskjör vegna hærra bensínverðs. Verðtryggðu lánin hækka líka. Þannig verður fjármagnseigendum færðir nokkrir milljarðar frá íbúðareigendum af glaðbeittum olíufurstanum Steingrími J. Sigfússyni sem telur sig vera formann í verkalýðsflokki.
Kvarnast nú enn úr skjaldborginni Jóhanna og var hún þó orðinn gisnari en gamall skreiðarhjallur.
Athugasemdir