Opið bréf til Skipulags- og umhverfisnefndar í Fjallabyggð

Opið bréf til Skipulags- og umhverfisnefndar í Fjallabyggð Fyrir nokkrum vikum skrifaði undirritaður grein hér á vefnum, þar sem sett var út á

Fréttir

Opið bréf til Skipulags- og umhverfisnefndar í Fjallabyggð

Heilbrigðisstofnunin á Siglufirði. Umhverfi til sóma
Heilbrigðisstofnunin á Siglufirði. Umhverfi til sóma
Fyrir nokkrum vikum skrifaði undirritaður grein hér á vefnum, þar sem sett var út á aðgerðaleysi yfirvalda varðandi umferðamenningu, merkingar henni tengt, og ekki hvað síst kæruleysi og eða fávísi allt of margra ökumanna á Siglufirði.

Borið hefur á frásögnum um nýkominn lögregluþjón sem hefur að sögn áhuga á að kippa þessum málum í löglegt horf.

Gott er að vita ef svo er, en vonandi verður hann ekki fyrir sömu ásókn og skömmum og annar góður lögreglumaður sem í raun hraktist úr starfi vegna þess að hann vildi fylgja lagabókstafnum.

Meðfylgjandi ljósmynd, sem tekin var í dag er gott sýnishorn af snyrtimennsku umhverfis vinnusvæði og rökfræðilega vel merkt bifreiðastæði, sem bæði bæjaryfirvöld og fyrirtækjastjórnendur ættu að taka sér til fyrirmyndar.
Einhver hafði á orði að umferðamerkingar á Siglufirði væru svo mótsagnakenndar, að engu líkara væri en að úr flugvél hefði verið dreift bréfsnifsum, og merkingar síðan settar þar sem snifsin lentu.

Þetta er raunar ofsagt, en gefur þó tilefni til að íhuga hvort ekki væri ráð fyrir tæknideild bæjarins að endurskipuleggja allar bifreiðamerkinga á teikniborðinu í samvinnu við lögregluna ofl. í vetur og merkja svo sómasamlega að vori  og koma síðan þeim sem ekki virða eða þekkja umferðalög,l að fara eftir þeim.

Varðandi skipulagninguna þá eru margir hér heima sem eru vel að sér í umferðalögum sem mætti kalla til ráða, sem dæmi, áðurnefndur núverandi lögregluþjónn, Kolbeinn G. Engilbertsson fyrrverandi lögregluþjónn, Kristinn Georgsson og Sigurður Fanndal ofl.
Margir fleiri góðir ökumenn með góða þekkingu er örugglega auðvelt að nálgast.
Takið ykkur nú til í Skipulags- og umhverfisnefnd, og farið að vinna í málinu.

Hefjið umræðuna og farið svo á fullt í samvinnu við bæjarráð og lögreglu. Þetta mál er á ykkar könnu og hefur verið það í mörg ár án mikillar fyrirmyndar, nú er lag.

Steingrímur Kristinsson

210234-4549
Áðurnefnda grein má lesa : HÉR  

Athugasemdir

04.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst