Reglur þeirra syndlausu
signysig.bloggar.is/blogg/456820/Reglur_theirra_syndlausu | Greinar | 27.04.2010 | 19:13 | Robert | Lestrar 352 | Athugasemdir ( )
Skil ekki umræðuna um
prófkjör . Gagnrýnin beinist eins og alltaf að einstaklingum,
einstaklingum sem
tóku þátt í leiknum. Einstaklingum sem þáðu „meira" en aðrir. Þannig
virðist
eins og Hallgrímur Thorsteinsson komst að orði áðan vera beðið eftir því
að
Steinunn Valdís og Guðlaugur Þór segi af sér og þar með sé búið að
afgreiða
málið. Er það lærdómur í þessa veru sem við álítum að gagnist okkur
mest til framtíðar?
Skil ekki umræðu í þessa veru. Skil ekki þá ályktun að vegna þess að sumir fengu meiri styrki heldur en aðrir að þá séu þeir sekir umfram þá sem fengu minna.
Prófkjör byggja á því að við „kjósum" einstaklinga á framboðslista flokkanna. Hvernig eigum við að kjósa einstaklinga á lista flokkana ef við vitum ekki að þeir eru til? Vitum ekki hverjir þeir eru?
Prófkjör þýðir að til að ná árangri þarftu að berjast fyrir því. Til að láta vita af þér í nútímasamfélagi þarftu að auglýsa þig, kynna þig. Að auglýsa sig, kynna sig - kostar peninga. Ef að við ætlum að viðhalda prófkjörum en um leið banna fjárframlög fyrirtækja til frambjóðenda þeirra hverjir eiga þá möguleika á að ná árangri í prófkjörum? Þekktir einstaklingar?
Við getum ekki fríað okkur ábyrgð á því að prófkjör hafa verið viðhöfð til að velja einstaklinga á framboðslista flokkanna. Prófkjör að mínu viti gera kröfu á fjárframlög til einstaklinga. Án fjárframlaga eru þau ónýtt fyrirbæri vegna þess að „lýðræði" þar sem kjósendur fá ekki kynningu á frambjóðendum er ekki lýðræði.
Prófkjör er eins og ég hef látið koma fram hér á blogginu mínu hér fyrr er ein dellan sem ritstjóri Morgunblaðsins hefur talað sem mest fyrir í áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn leiddi þetta fyrirkomulag um val frambjóðenda á lista í mörg ár og alltaf var okkur talin trú um að þetta væri hið eina sanna „lýðræði".
Ég hef verið ósammála því frá upphafi og ég er það enn. Prófkjör leiddu ekki til þeirrar endurnýjunar á listum sem vonast var til - virtust lengi framan af betur til þess fallin að tryggja karlaveldið á listum flokksins. Við kjósendur höfum þó aðeins lært í þau ár sem þetta fyrirbæri hefur þróast hér á landi.
Það er hugmyndafræðin hér sem þarfnast endurskoðunar við. Alveg eins og í umræðunni um „ofurlaunin". Við leysum engan vanda með því að hengja einstaklinga fyrir tilteknar gjörðir en látum hugmyndafræðina vera. Er enn sömu skoðunar og ég var þegar ég skrifaði þessa grein hér[1]og úrdrátturinn hér að neðan er tekin úr.
Einstaklingarnir sem tóku þátt í prófkjörum - fyrir okkur - eiga það skilið af okkur að við virðum þá fyrir það. Leikreglum á ekki að breyta eftir á. Slíkt samfélag er fyrst og síðast siðlaust samfélag - bananalýðveldi.
Skil ekki umræðu í þessa veru. Skil ekki þá ályktun að vegna þess að sumir fengu meiri styrki heldur en aðrir að þá séu þeir sekir umfram þá sem fengu minna.
Prófkjör byggja á því að við „kjósum" einstaklinga á framboðslista flokkanna. Hvernig eigum við að kjósa einstaklinga á lista flokkana ef við vitum ekki að þeir eru til? Vitum ekki hverjir þeir eru?
Prófkjör þýðir að til að ná árangri þarftu að berjast fyrir því. Til að láta vita af þér í nútímasamfélagi þarftu að auglýsa þig, kynna þig. Að auglýsa sig, kynna sig - kostar peninga. Ef að við ætlum að viðhalda prófkjörum en um leið banna fjárframlög fyrirtækja til frambjóðenda þeirra hverjir eiga þá möguleika á að ná árangri í prófkjörum? Þekktir einstaklingar?
Við getum ekki fríað okkur ábyrgð á því að prófkjör hafa verið viðhöfð til að velja einstaklinga á framboðslista flokkanna. Prófkjör að mínu viti gera kröfu á fjárframlög til einstaklinga. Án fjárframlaga eru þau ónýtt fyrirbæri vegna þess að „lýðræði" þar sem kjósendur fá ekki kynningu á frambjóðendum er ekki lýðræði.
Prófkjör er eins og ég hef látið koma fram hér á blogginu mínu hér fyrr er ein dellan sem ritstjóri Morgunblaðsins hefur talað sem mest fyrir í áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn leiddi þetta fyrirkomulag um val frambjóðenda á lista í mörg ár og alltaf var okkur talin trú um að þetta væri hið eina sanna „lýðræði".
Ég hef verið ósammála því frá upphafi og ég er það enn. Prófkjör leiddu ekki til þeirrar endurnýjunar á listum sem vonast var til - virtust lengi framan af betur til þess fallin að tryggja karlaveldið á listum flokksins. Við kjósendur höfum þó aðeins lært í þau ár sem þetta fyrirbæri hefur þróast hér á landi.
Það er hugmyndafræðin hér sem þarfnast endurskoðunar við. Alveg eins og í umræðunni um „ofurlaunin". Við leysum engan vanda með því að hengja einstaklinga fyrir tilteknar gjörðir en látum hugmyndafræðina vera. Er enn sömu skoðunar og ég var þegar ég skrifaði þessa grein hér[1]og úrdrátturinn hér að neðan er tekin úr.
Einstaklingarnir sem tóku þátt í prófkjörum - fyrir okkur - eiga það skilið af okkur að við virðum þá fyrir það. Leikreglum á ekki að breyta eftir á. Slíkt samfélag er fyrst og síðast siðlaust samfélag - bananalýðveldi.
- „Ætla mætti af umræðunni í dag að hugmyndir þessa manns og aðrar sem þróast hafa í kjölfarið að frammistöðu- og árangurstengd launakerfi séu óumdeild. Fjölmiðlar sem og aðrir sem um málefnið fjalla opinberlega gera ekki mikið af því að setja spurningamerki við aðferðina "per se" þ.e. að það sé gagnrýnivert að verðlauna vel unnið starf með sífellt auknum peningagreiðslum. Af mótmælum forsætisráðherra vor í fyrradag þar sem hann tók út 400.000 krónur af reikningi sínum hjá Kaupþingi- Búnaðarbanka og lokaði reikningnum í kjölfarið mátti skilja að honum ofbauð upphæðirnar sem þarna var um að ræða. Af tali hans mátti skilja að þeir tveir menn sem þarna voru að verki Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson væru siðlausir menn í botnlausri græðgi sinni. Erum við íbúar samfélagsins Íslands sammála þeirri túlkun forsætisráðherra vor? Horfum við fyrst og fremst á upphæðirnar sem þarna er um ræða? Hver eru þá mörkin og hverjar eru leikreglurnar fyrir viðskiptalífið að fara eftir?
- Hér finnst mér vert að stalda við og líta undir yfirborðið. Hér sem aldrei fyrr er þörf á gagnrýnni hugsun - þess að spyrja sig spurninga og leita svara við þeim. Það kann vart góðri lukku að stýra að vaða áfram í þeirri vissu að við séum með endanlegan sannleika í höndunum er það? Er botnlaus peningahyggja - dýrkun Mammons það umhverfi sem við viljum búa komandi kynslóðum? Hvert mun það leiða mannkynið?
Athugasemdir