Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja núna
Ríkisstjórn Íslands hefur klúðrað þessu Icesave máli fullkomlega og á að víkja. Ef hún þráast við að horfast í augu við þann kost er það skylda hvers þingmanns að fella tillögurnar.
Það þarf nýja ríkisstjórn til að leysa úr deilunni við Breta og Hollendinga. Það ætti að vera hægt enda eru engin lög sem segja að Íslendingar eigi einir að bæta tjón af falli einkabanka sem starfar samkvæmt Evrópskum lögum. Ríkisstjórn Jóhönnu lét aldrei reyna á rétt okkar af ótta við að spilla fyrir umsókn Íslands í ESB.
Ríkisstjórnin hefur gert sig seka um mörg alvarleg mistök og hér eru örfá dæmi sem tengjast Icesave:
- Fórnaði samningstöðu Íslands í Icesave fyrir ESB aðild
- Sendi trúnaðarvini í samninganefndina í stað sérfræðinga
- Samþykkti ótrúlega lélegan samning
- Lét af hendi réttinn til að sækja Breta til saka fyrir það tjón sem þeir bökuðu Íslandi
- Skrifaði undir samninginn í skjóli nætur og án þess að bera hann undir þingið
- Sagði þinginu ítrekað ósatt um framvindu samninga og ætlaði að leyna samningnum og skjölum fyrir þinginu
- Barðist gegn því að eðilegir fyrirvarar yrðu settir við ríkisábyrgð
- Spann hræðsluáróður um afleiðingar þess að hafna Icesave
- Láðist að kynna umheiminum okkar hlið á Icesave málinu
- Lét AGS komast upp með að tefja afgreiðslu sig út af ótengdu máli
- Bað Norðmenn aldrei um lánalínu ótengda AGS en það hefði losað þumalskrúfur AGS
- Mistókst að sannfæra Breta og Hollendinga um að fyrirvararnir væru endanlegir
- Er nú búin að semja við Breta og Hollendinga um að fella niður verðmætustu fyrirvarana
Þessi gagnslausa ríkisstjórn þarf að víkja áður en hún gerir enn fleiri axarsköft og bakar þjóðinni enn meira tjón en orðið er.
Athugasemdir