Samgöngur og samfélag í Fjallabyggð fyrir göng!

Samgöngur og samfélag í Fjallabyggð fyrir göng! Ráðstefnan um samgöngur og samfélag í Fjallabyggð fyrir opnun Héðinsfjarðarganga sem haldin var á

Fréttir

Samgöngur og samfélag í Fjallabyggð fyrir göng!

Svanfríður Jónasdóttir
Svanfríður Jónasdóttir

Ráðstefnan um samgöngur og samfélag í Fjallabyggð fyrir opnun Héðinsfjarðarganga sem haldin var á Siglufirði í gær var bæði fróðleg og skemmtileg. Líklega af því hún sagði okkur ýmislegt um okkur sjálf, líka okkur sem eigum heima á næstu bæjum. Rannsóknin er gerð af Háskólanum á Akureyri með styrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinar.

450 – 600 bílar á dag

Að öllu samanlögðu, umferðarkönnunum, reynslu af Múlagöngum, öðrum jarðgöngum og spálíkönum virðist mega ætla að umferð um Héðinsfjarðargöng verði um 450 – 600 bílar á dag. Þetta eru varfærnu tölurnar. Að líkindum verður hún meiri. Núna fara um 400 bílar á dag um Múlagöngin sem voru hönnuð fyrir 300 bíla. Enda var það rætt að Múlagöng verði helsti farartálminn á næstu árum.

Það var fróðlegt að sjá hve margir Ólafsfirðingar eiga erindi á Dalvík. Að fara í ríkið sagði einhver, og þá mundi því linna þegar göngin opnuðust til Sigló. En þá var bent á að bestu pítsurnar fengjust á Dalvík þannig að áfram ættu menn erindi þangað. Annars kom líka fram að það sem unga fólkinu fannst helst vanta var Subway!

Ferðamenn, hvað vilja þeir?

Ferðaþjónusta er í vexti og mikilvægt er fyrir þau samfélög sem einkum hafa byggt á sjávarútvegi og landbúnaði, greinum þar sem fólkinu fækkar látlaust, að nýta vel þau tækifæri sem þar skapast. Menn sjá ýmsa spennandi möguleika þegar hægt verður að fara hring um Tröllaskagann utanverðan, eða allan. Ferðaþjónustan er líka mikilvæg af því hún styður svo vel við þjónustu á svæðinu, gerir það e.t.v. mögulegt að halda úti veitingaþjónustu sem íbúarnir njóta einnig o.s.frv.

Sterkar félagsheildir og félagsauður

Kannanir leiða í ljós að almenn þátttaka í félagsstarfi ýmiskonar er mikil, bæði á Ólafsfirði og á Siglufirði. Það kalla félagsfræðingar félagsauð. Þessi samfélög voru bæði mjög einangruð lengst af. Það gerði það að verkum að menn urður að vera sjálfum sér nógir um flesta hluti. Það skiptir máli varnadi þann karakter sem staðir hafa.

Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni eftir að göngin opna. Mín spá er sú að þau muni hafa miklu meiri áhrif enn spáð hefur verið. Ég hef verið þeirrar skoðunar að þessi opnun út á Sigló (eða frá Sigló) muni hafa miklu meiri áhrif inni í Eyjafirði umræðan hefur gefið til kynna..


Athugasemdir

05.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst