Siglfirsku Alparnir
sksiglo.is | Greinar | 20.12.2008 | 00:05 | | Lestrar 442 | Athugasemdir ( )
Fari maður á leitarvélina Google og setji þar inn textann “skíðaparadís” koma upp um 1700 vefsvæði þar sem orðið
skíðaparadís er til umræðu. Í flestum tilfellum þegar skoðað er á hraðbergi
eiga þær tilvitnanir það sameiginlegt að annað hvort er um endurteknar tilvitnanir frá viðkomandi svæðum eða vefsíðum tengdum þeim byggðarlögum sem skíðasvæðum tilheyrir, sem allir kalla skíðaparadís og telja “sín svæði” þau bestu.
Við sem í Fjallabyggð, Siglufirði búum, höfum ekki komist hjá því að heyra sagt frá því að Skíðasvæðið í Skarðsdal sé hin eina sanna Skíðaparadís, og að óþarfi sé að fara alla leið til Alpanna í Sviss eða í aðrar álíka rándýrar ferðir til annarra landa og fara þar á skíði.
Siglfirsku “Alparnir” séu vel samkeppnishæfir.
Og þeir sem staddir eru á Sigló, en kunna ekki á eða hafa áhuga á skíðum, geta þó gert sér í hugarlund að þarna hljóti aðstaðan að vera fyrsta flokks.
Skoðið myndina hér sem tekin var í gær, allt uppljómað af flóðljósum svo skín á fjallshlíðarnar, þegar dagsbirtan dvínar.
sk
eiga þær tilvitnanir það sameiginlegt að annað hvort er um endurteknar tilvitnanir frá viðkomandi svæðum eða vefsíðum tengdum þeim byggðarlögum sem skíðasvæðum tilheyrir, sem allir kalla skíðaparadís og telja “sín svæði” þau bestu.
Við sem í Fjallabyggð, Siglufirði búum, höfum ekki komist hjá því að heyra sagt frá því að Skíðasvæðið í Skarðsdal sé hin eina sanna Skíðaparadís, og að óþarfi sé að fara alla leið til Alpanna í Sviss eða í aðrar álíka rándýrar ferðir til annarra landa og fara þar á skíði.
Siglfirsku “Alparnir” séu vel samkeppnishæfir.
Og þeir sem staddir eru á Sigló, en kunna ekki á eða hafa áhuga á skíðum, geta þó gert sér í hugarlund að þarna hljóti aðstaðan að vera fyrsta flokks.
Skoðið myndina hér sem tekin var í gær, allt uppljómað af flóðljósum svo skín á fjallshlíðarnar, þegar dagsbirtan dvínar.
sk
Athugasemdir