Sigríður Ólafsdóttir frambóðandi til stjórnlagaþings

Sigríður Ólafsdóttir frambóðandi til stjórnlagaþings Nafn: Sigríður Ólafsdóttir Fæðingarár: 1958 Starf og/eða menntun: Er sjálfstætt starfandi

Fréttir

Sigríður Ólafsdóttir frambóðandi til stjórnlagaþings

Sigríður Ólafsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir
Nafn: Sigríður Ólafsdóttir

Fæðingarár: 1958

Starf og/eða menntun: Er sjálfstætt starfandi tæknilegur ráðgjafi fyrir fyrirtæki í lyfjaþróun og líftækni.  Var áður deildarstjóri lyfjaþróunar hjá Actavis, framkvæmdastjóri rannsókna hjá Lyfjaþróun, fræðimaður á Raunvísindastofnun Háskólans og starfaði við rannsóknir við Háskólann í Björgvin.

Hef starfað í stjórnum stéttafélaga, Tækniþróunarsjóðs, Raunvísindastofnunar, tónleikanefnd Háskólans, þriggja smáfyrirtækja, og í fagráði Rannís. 
Varð stúdent frá MT, líffræðingur frá HÍ og lauk doktorsprófi í lífefnafræði frá Virginia Commonwealth University í Bandaríkjunum.

Hagmunatengsl: Engin.  Mun ekki þiggja styrki til þessa framboðs.

Tengsl við flokka eða hagsmunasamtök: Hef aldrei starfað í stjórnmálaflokkum.  Tengist engum hagsmunasamtökum

Ertu í einhverjum nefndum, ráðum eða stjórnum? Er í háskólaráði Háskóla Íslands og tímabundnum nefndum á vegum þess, stjórn Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar,  stjórn Vísindagarða HÍ, Hugverkanefnd HÍ & LHS.

Maki: Þorkell Sigurðsson

Starf maka: læknir

Hagsmunatengsl maka: engin

Hvers vegna viltu á stjórnlagaþing? Hrun samfélagsins gerir það nauðsynlegt að endurskoða sameiginlegar reglur og hvað við viljum standa fyrir sem þjóð. Aðrar þjóðir hafa skrifað sér nýja samfélagssáttmála í kjölfar siðrofs og bætt við ákvæðum til að hindra að sagan endurtaki sig.  Þjóðin getur sameinast á ný um endurskoðaða stjórnarskrá sem öllum landsmönnum finnst þeir eiga hlutdeild í og geta treyst.  Ný stjórnarskrá yrði samin kringum gildi sem allir geta sameinast um; frelsi, jafnrétti, þrískiptingu valds, valdmörk og réttarreglur sem byggja á mannvirðingu og reisn.  Með reynslu mína af stjórnun og stefnumótun, að leiða saman ólíkar skoðanir og komast að niðurstöðu, og löngun til að bæta íslenskt samfélag finnst mér ég geta lagt af mörkum til stjórnlagaþings.

Hverjar eru helstu hugmyndir þínar um breytingar á stjórnarskránni? Ekki hefur tekist að aðskilja valdaþættina þrjá í íslensku samfélagi þótt þrískipting valds sé skrifuð inn í stjórnarskrána.  Ég tel að besta leiðin til þess sé að búa til nýtt skipulag og um leið að búa til nýja starfshætti.  Þar koma ýmsar leiðir til greina, t.d. sú franska og bandaríska.  Ég vil efla jafnrétti borgaranna, tryggja að allir hafi jafnan rétt óháð lífsskoðunum, rétt  borgaranna til eftirlits með stjórnvaldsaðgerðum, að tryggður sé aðgangur komandi kynslóða að auðlindum landsins.

Hefur þú lesið stjórnarskrá Íslands?

Hefur þú lesið stjórnarskrár annara ríkja? Hef kynnt mér stjórnarskrár Sviss, S-Afríku, Þýskalands og Bandaríkjanna

Hefur þú lesið skýrslu rannsóknarnefndar alþingis? Hef lesið allt það sem tengist háskólunum og drepið niður hér og hvar í skýrslunni.


Athugasemdir

04.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst