Sitt sýnist hverjum
Undanfarið hefur ungt fólk ferðast um landið til að mála
auða veggi húsa og garða, verk sem greinilega hafa vakið athygli, meðal annars
á Siglufirði.
Margir viðmælendur mínir hafa lýst ánægju sinni með þetta framtak sem nýtur styrkja um það bil einnar miljón króna frá samtökunum Evrópa unga fólksins.
Einnig hefi ég heyrt um neikvæðar skoðanir á þessum verkum þeirra.
Þessar umræður hafa orðið þess valdandi að ég ákvað að koma mínum skoðunum um lýsingarorðið list á framfæri .
Hvað er list ?
Lýsingarorðið „list“ á mjög einfalda skýringu í mínum huga. Hvort heldur verkefnið er sett á flöt sem málverk, ljósmynd og eða í einherjum öðrum formum, þá skila sumir listamenn frá sér einstökum formum ljóss og skugga.
Menn eins Siglfirðingarnir Ragnar Páll, Sveinbjörn Blöndal,
Sigurður Þorláksson, Herbert Sigfússon, Arnar
Herbertsson, Örlygur (málverk og teikningar), og ekki má gleyma Bergþóri, eru í mínum huga sannir listamenn, það
er þeir vinna málverk sem auðvelt sé að sjá hvernig eigi að snúa til skoðunar, verk sem ég og fæstir geta hermt eftir.
Einnig er ástæða í þessu samhengi nefna listakonurnar Abbý, Öllu Siggu, Fríðu,
unglingana í Suðurgötu 6, og fleiri Siglfirðinga sem hafa sýnt að þeim er ýmislegt til lista
lagt varðandi augnayndi, gerð hluta sem ekki er á allra færi að gera, og ég vil
skilgreina sem listafólk.
Málið er einfalt í mínum huga: Ég gæti raðað gömlum filmum á glæran flöt hengt út í glugga og látið dagsbirtuna lýsa upp verkið, en að ég léti mér detta í hug að kalla mig listamann fyrir slíka fórn á gömlum filmum og að auki sækja um ríkisstyrk í formi listamannalauna fyrir „afrekið“ það væri af og frá.
Svo er með allt of mörg dæmi á landinu, og sýningin í sumar
í Gránu “Lýðveldið á planinu” er eitt dæmi um það sem ég sætti mig ekki við að
kalla listaverk, það er ef til vill með um 10 % undantekningu. (fyrirgefðu
Örlygur vinur minn)
En eins og segir í fyrirsögn þessarar greinar, þá eru ekki allir sammála og ef
til vill af hinu góða, það væri lítið gaman ef allir væru sammála.
En Það sem Bergþór segir um
veggskreytingarnar; þá er
lýsingarorðið veggjalist rökföst
fullyrðing, þó svo að hið stundum hvimleiða veggjakrot sem komið hefur verið á
framfæri án vilja þeirra sem byggingar og eða mannvirki eiga, stundum hrein
listaverk, en fá neikvæða umfjöllun vegna þess yfirgangs sem sumir þessara
listamann eiga hlut í, slíkt á ekki heima þar sem þess er ekki óskað.
þetta unga fólk sem hér skildi eftir
verk sín á veggjum, eru hreinir og
aðdáunarverðir listamenn, verk sem
enginn api getur leikið eftir, en þannig er einmitt með mörg hinna svokölluðu „listaverka“
sem seljast stundum fyrir miljónir verið eftir, hvaða apa sem er, það er gert álíka og
falsari síðan sett eitthvert þekkt nafn undir, og fengið miljónir fyrir, aðeins vegna
snobbsins, ekki listáhuga né þekkingar.
Ef ég mætti velja úr tveim málverkum með þeim skilyrðum að mega ekki selja, heldur hengja upp í stofu mína, málver eftir Kjarval eða Ragnar Pál, eða einhvern ofar nefndra listamanna, þá væri valið mjög einfalt: EKKI Kjarval.
Mat á verkum mannsins hlýtur ávalt vera byggt á skoðun þess einstaklings sem skoðar, en ekki verðmiðans sem settur er á verkið (snobbið)
Með virðingu fyrir skoðunum annarra, þá er mínum skoðunum um list, hér með komið á framfæri
Steingrímur Kristinsson
Athugasemdir