Sjómannadagurinn 2011

Sjómannadagurinn 2011 Er sjómannsblóð, sem enn rennur í æðum sjómana og íbúa á Siglufirði farið að þynnast?

Fréttir

Sjómannadagurinn 2011

Fánum prýdd Sigurbjörg ÓF 1 - 1530
Fánum prýdd Sigurbjörg ÓF 1 - 1530
Er sjómannsblóð, sem enn rennur í æðum sjómana og íbúa á Siglufirði farið að þynnast?
Undanfarin ár hafa orðið hraðvaxandi breytingar á hátíðaryfirbragði Sjómannadagsins á Siglufirði.

Að sumu leiti er það ef til vill eðlilegt eftir sameiningu Siglugjarðar og Ólafsfjarðar undir nafninu Fjallabyggð. 
Og í framhaldi af því eðlilegt að meira fari fyrir Sjómannadeginum á svæði Ólafsfjarðar en Siglufjarðar, þar sem saga undanfarinna ára segir að á Ólafsfirði hafi menn tekið daginn mun alvarlegar heldur en á Siglufirði.

Ég varð var við raddir í morgun á Bensínstöðinni á Siglufirði, þar sem menn voru ekki hressir með það það að ekki sáust hin hefðbundnu Sjómannadagsflögg á togskipunum fjórum sem voru í höfn á Siglufirði í gær og í dag, Sjómannadag, ef undan er skilið litli íslenski fáninn aftan á Múlaberg SI 22 1281, sem var við Togarabryggjuna á Siglufirði.

Ekki sást einn einasti fáni á minni bátunum í bátadokkinni á Siglufirði, eins og svo margir smábátaeigendur fyrri tíma komu fyrir á bátum sínum á Sjómannadögum.

Það eru að vísu ekki mjög margar fánastengur í einkaeigu á Siglufirði, en það sáust þó nokkrar (mjög fáar) fánastengur með fána við hún á Sjómannadaginn nú árið 2011. 

Starfsmenn Fjallabyggðar létu ekki sitt eftir liggja og flögguðu bæði við Ráðhúsið og allar helstu götur á ljósastaurum, og að sjálfsögðu hafnarverðirnir.

En eins og venjulega voru ekki til peningar (?) vegna sparnaðaraðgerða ríkistjórnarinnar, (væntanlega ?) til að flagga hjá lögreglu og sýslumanni á Siglufirði þrátt fyrir lögskipaða skyldu embættisins á þessum degi.

Svo er það Ólafsfjörður, þangað skrapp ég eftir hádegið þennan dag. Þar fann ég að vísu ekki nema eitt flagg á bát við smábátahöfnina, en eina togskipið, Sigurbjörg ÓF 1 - 1530, sem þar lá við bryggju skreytt vel í tilefni dagsins.

Í Ólafsfirði eru fánastangir nánast við hvert hús, og flaggað nánast á þeim öllum. 

Er blóðið  þykkara og minna mengað í Ólafsfirðingum, en þeirra sem búa vestar í Fjallabyggð?

Á Ólafsfirði var dagurinn haldinn hátíðlegur að vanda, en þar sem ég mætti ekki til að fylgjast með eða kynna mer nánar dagskrána, þá fjalla ég ekki um það hér, enda gamall sjómaður úr VESTURBÆNUM.

Til hamingju með daginn, ungir sem gamlir sjómenn


Steingrímur Kristinsson

ES, mér var sagt að ríkisfáninn hafi veri dreginn upp hjá sýslumanni/lögreglu, seinnipartinn á Sjómannadag.

Athugasemdir

04.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst