Skíða og útivistaparadís á Siglufirði

Skíða og útivistaparadís á Siglufirði   Skíðasvæðið á Siglufirði hefur verið mikið í umræðuni sem mjög góður valkostur  fyrir þá sem ástunda

Fréttir

Skíða og útivistaparadís á Siglufirði

Egill Rögnvaldsson umsjónarmaður skíðsvæðisins
Egill Rögnvaldsson umsjónarmaður skíðsvæðisins

 

Skíðasvæðið á Siglufirði hefur verið mikið í umræðuni sem mjög góður valkostur  fyrir þá sem ástunda skíðamennsku í ítrustu merkingu þess orðs, því á skíðasvæðinu á Siglufirði eru aðstæður og brekkur fyrir brettaskíðun, fjallaskíðun, gönguskíðun og að sjálfsögðu mikil fjölbreytni fyrir alpagreinaskíðun.

 

Á svæðinu eru 3 lyftur sem sjá um að koma skíðamanninum að þeim brekkum sem hentar honum, heildar lengd á þessum 3 lyftum er um 2 km og lengsta skíðaleiðin getur verið um 2,5 km allt eftir því hvaða leið er valin, á svæðinu eru mjög léttar brekkur upp í svartar kerfjandi brekkur og allt þar á milli.

Skíðasvæðið var opið veturinn 2008-2009 í 125 daga sem er met opnun frá því að skíðasvæðið var flutt í Skarðsdalin á Siglufirði, gestir á þessum tíma voru um 11 þúsund sem er ekki svo lítið fyrir sveitafélag af þessari stærðargráðu því margfeldis áhrifin er varðar alla þjónustu sem að sjálfsögðu þarf að inna af hendi er gríðaleg og mjög jákvæt skref í uppbyggingu á ferðaþjónustu á þessum tíma og  hóparnir sem komu hér í heimsókn voru mjög fjölbreyttir, æfingahópar, fjallskíðahópar, brettaskíðahópar og að sjálfsögðu fjölskylduhópar og fl fl, og áfram er unnið  við að markaðsetja skíðasvæðið sem góður valkostur fyrir útivistarfólk og hér á Siglufirði er alltaf verið að bæta þá aðstöðu fyrir ferðamanninn hvað varðar aðra afþreyingu s s söfnin okkar eins og Síldaminjasafnið, Þjólagasetrið, síðan er mjög spennandi uppbygging hjá fyrirtækinu Rauðku tengt ferðamennsku og er það í runinni stórkostleg uppbygging og er vert fyrir ferðamannin að kynna sér hvað þar er í gangi, ég bendi á síðuna siglo.is.

Gistimöguleikar og veitingastaðir eru nokkuð margir í boði, á  Siglufirði er gistiheimili, svefnpokagisting og síðan er rekin á staðnum leigumiðlun, á þessu ári þegar Héðinsfjarðagöng verða tekin í notkun opnast fleiri afþreyingarmöguleikar og gitimöguleikar í austurbænum í Ólafsfirði og eru miklir möguleikar að stórefla skíðasvæðið á Siglufirði og reiknum við með að ferðafólk heimsæki okkur af öllu eyjarfjarðarsvæðinu sem hefur verið mjög erfitt vegna erfiðra samgangna fram að þessu, það er alveg klárt að Siglufjörður og Ólafsfjörður „Fjallbyggð“ er góður kostur fyrir ferðafólk á öllum árstímum, við tökum vel á móti þér.
 
Egill Rögnvaldsson umsjónarmaður skíðsvæðisins á Siglufirði.


Athugasemdir

05.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst