Slæmt minnismerki !

Slæmt minnismerki ! Það eru nokkuð margir áratugir liðnir, síðan Síldarverksmiðjur ríkisins dældu ómældu magni, af síldar og loðnuúrgangi beint í sjóinn.

Fréttir

Slæmt minnismerki !

Það eru nokkuð margir áratugir liðnir, síðan Síldarverksmiðjur ríkisins dældu ómældu magni, af síldar og loðnuúrgangi beint í sjóinn.

Úrgangi sem almennt gekk undir nafninu grútur. Þessi grútur var viðloðandi á fjörum og bryggjustaurum nánast allt árið um kring.

Flestir eldri Siglfirðingar muna eftir þessum árum. Og flestir sögðu þetta ógeðslegt, ekki síst vegna þess að fjörurnar voru þaktar þessum óþverra. Þá voru smærri bátar hvergi óhultir, þeir voru einnig  útataðir af grút.

Kröfur um mengunarvarnir voru ekki miklar á þessum tímum. Auk þess sem fáir gerðu sér grein fyrir því, að þarna fór forgörðum gríðarleg varðmæti.

Fyrst heyrði ég Vilhjálm Guðmundsson, þáverandi tæknilegur framkvæmdastjóri S.R., tala um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir þá miklu mengun  sem „úrgangur“ verksmiðjunnar olli, og í leiðinni leið til að nýta hann.

Einnig fóru að heyrast einstaka raddir á meðal þeirra, sem ekki töldu sig hafa hagsmuna að gæta vegna framleiðslu verksmiðjanna.  Um það að verksmiðjurnar gerðu eitthvað jákvætt í málinu. Fyrstu viðbrögð stjórnenda fyrirtækisins voru þau að safna þessum vökva í tanka, og fleyta fituna ofan af.

Síðan kom soðkjarnaframleiðslan til sögunnar sem nýtti nánast 100 % af  þessum áður ónýttu afurð. Einnig var ýmsum öðrum aðferðum beit. Grútur á bryggjustaurum og annarsstaðar hvarf. Hráefnið var gjörnýtt.

Nú eru mörg ár síðan síldar og loðnuvinnslu lauk á Siglufirði. Engin slík verksmiðja er fyrir hendi á Siglufirði lengur. Síðustu leifum vélbúnaðar Síldarverksmiðja ríkisins og seinni fyrirtækja er nú verið að koma fyrir í kössum og gámum, sem síðar verða fluttir til Spánar.
Einu minningarnar um bræðslur á Siglufirði, HÉLT ÉG VERA í hinu dáða Síldarminjasafni.

En nú vaknar spurningin:
Hvers vegna eru enn áberandi merki, nú á árinu 2011,  sem minna á grútartímabilið?

Er það vegna þess að Tækni og umhverfisnefnd, og eða aðrir sem bæjar „apparatinu“ stjórna, hafi ekki séð þessi ummerki sem blasa við öllum sem leið eiga um svæði hafnarinnar, Togarabryggju og Óskarsbryggju?

Halda mætti að viðkomandi ráðamenn hafi meiri áhyggjur af hundaskít á stöku stað, en öðrum skít og óhreinindum.

Svo er ekki óalgegnt að sjá innyfli og annan fiskúrgang fljóta með straumum, til norðurs og til baka inni í Hvanneyrarkrók, og út með ströndinni.
Hvaðan sá úrgangur kemur, veit ég ekki, en er vart neitt augnayndi:
Myndin lengst til hægri var tekin um miðjan ágúst sl. af fljótandi úrgangi.
 
   
Myndin frá Óskarsbryggju var tekin 1. September. Hinar tvær hér fyrir ofan voru teknar þann 25 september síðastliðinn.

Ég hafði séð þrjá erlenda ferðamenn vísa myndavélum sínum í átt að sjónum, og taka ljósmyndir við Togarabryggjuna.

Ég stöðvaði bifreið mína, fór út til að forvitnast um hvort þarna væru fuglar, sem þeir væru að mynda. Nei það var svæðið sem myndirnar sýna, sem vakti áhuga hinna erlendu ferðamanna.

Flott kynning á aðferðum, sumra framleiðanda á Íslandi árið 2011.
„Einstök nýting“ á hráefni, sem nýta mætti á annan hátt, og eða losna við á annan máta.

Tæknin er fyrir hendi. En viljinn sennilega ekki ????

(sk)


Athugasemdir

04.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst