Þjóðarskútu skömm

Þjóðarskútu skömm Margt fólk borgar í sjóði af sínum launum og er það fjármagn ætlað til úthlutunar sem lífeyrir þegar hefðbundnu vinnuferli á

Fréttir

Þjóðarskútu skömm

Viðar Jóhannsson. Vélvirki.
Viðar Jóhannsson. Vélvirki.
Margt fólk borgar í sjóði af sínum launum og er það fjármagn ætlað til úthlutunar sem lífeyrir þegar hefðbundnu vinnuferli á vinnumarkaði er lokið. Í sumum tilfellum er þó um að ræða að fólk er framreiknað til 67 ára aldurs svo sem vegna umferðaóhappa, vinnuerfiðleika, eða ofnæmis.

Stjórnir þessara lífeyrissjóða liggja undir grun af minni hálfu að hafa svo fjármagnstekjur af öllu gallaríinu, en sundurliða ekki framreikninga frá braski til eldriborgara svo hægt sé að borga fjármagnstekju skatt af hugsanlegum tekjum þar að lútandi og það sem verra er, fara þeir í fýlu og loka þá á fólkið sem þeir þáðu fjármagn frá.

Loftbólu körfuþensla lífeyrissjóða um þessar mundir, er verðugt verkefni fyrir skattinn að skoða, ef þá ekki dómstólanna að fara fram á sundurliðun á greiðsluseðlum til fólksins í landinu sem þeir greiða til, svo að hver og einn einstaklingur eða hjón borga svo skattinn sinn eftir réttlátum skattareglum.

Núverandi staða þjóðmála gerir öryrkjum í námi, erfitt fyrir að fóta sig á ný á vinnumarkaði.
Vonandi vakna stjórnvöld fljótlega af  Icesave svefnmartröðinni sinni og gangi í vöku til daglegra verka og klári endurskoðun á Almannatrygginga löggjöf áður en málefni fatlaðra verði færð á sveitarfélöginn.

Viðar Jóhannsson
Vélvirki


Athugasemdir

05.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst