Um gamla fótboltavöllinn

Um gamla fótboltavöllinn Húsnæðisskortur er á Siglufirði og fólk vill lausn á þeim vanda og sjá framfarir. Skoðanakönnun er í gangi á siglo.is um

Fréttir

Um gamla fótboltavöllinn

 Bær með karakter - ljósm. Steingrímur
Bær með karakter - ljósm. Steingrímur

Húsnæðisskortur er á Siglufirði og fólk vill lausn á þeim vanda og sjá framfarir. Skoðanakönnun er í gangi á siglo.is um nýbyggingar á fótboltavellinum – en um hvað snýst valið?

 

Skyldu þeir, sem hafna húsunum frá Reisum ehf á þessum stað, vilja áframhaldandi möl og drullu þarna? Svarið er nei!

Um leið og gleðjast má yfir komu framtakssamra athafnamanna með áform um húsbyggingar á Siglufirði er rétt að staldra við og íhuga skipulagsmál okkar gamla bæjar.

Fótboltavöllurinn, óbyggt svæði í miðjum bænum, gefur mikla möguleika til hverskyns nota og spyrja má hvort svæðið sé ekki of mikilvægt til að reist séu þar í skyndi stöðluð útlend hús sem engan veginn eru í stíl við gamalgróna bæjarmyndina á Eyrinni.

Í skipulagsmálum er mikilvægt að bæjaryfirvöld vinni eftir skýrri framtíðarsýn eins og þeirri að möguleikar Siglufjarðar liggi fyrst og fremst í sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Alls staðar í heiminum laðast ferðamenn að gömlum bæjum sem eiga sér sögu og ,,karakter“.  Í erlendum ferðahandbókum fær Siglufjörður afar jákvæða umfjöllun og í einni þeirra er bænum lýst svona: ,,may well be Iceland's loveliest town“ og  ,,perhaps the nicest of all“ – og jafnframt kemur það fram hvernig húsin og sagan séu helsta aðdráttaraflið.  (Iceland,  útg.: Lonely Planet).

Nú þegar skipulögð er ný byggð á gamla fótboltavellinum ætti að taka mið af umhverfinu og hagsmunum  heimamanna. Viðmiðið ætti að vera hófleg nýting svæðisins til dæmis með tveggja og þriggja hæða húsum og miklum gróðri.
Einnig ætti viðmiðið að vera samkvæmt nútíma kröfum um alla innri gerð íbúðarhúsa um leið og að ytra útliti væri gætt til samræmis við umhverfið. Endurreisn Rauðku á gömlu fiskvinnsluhúsunum á að vera okkur fagurt fordæmi.
Alls staðar um hinn vestræna heim eru menn að átta sig á að við þéttingu gamalgróinnar byggðar sé hinn hefðbundni og “gamli” byggingastíll vænsti kosturinn – frá þessu sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í eftirminnilegu viðtali í Silfri Egils fyrir tveimur árum.
Þá væri einnig eðlilegt að spyrja hvort þarna ætti einfaldlega að skapa fallegt umhverfi til leikja og útivistar fyrir börn og fullorðna í einhverju samræmi við fyrri notkun vallarins.
Kannski besti kosturinn sé: Fáein falleg hús, leikvöllur og ríkulegur gróður.

Öllum möguleikum þarf að velta upp og kynna fyrir íbúunum og laða fram sjónarmið og vilja þeirra. Og í framhaldi af því væri eðlilegt að stilla upp raunverulegum valkostum og kjósa um þá.

Það er mjög óeðlilegt að skipulag svo dýrmætrar lóðar sem fótboltavöllurinn gamli er sé unnið undir þrýstingi fyrirtækis á Akureyri. Þau hús sem fyrirtækið vill byggja ættu frekar heima á Eyrarflötinni. Þar er skipulagt og tilbúið byggingasvæði og þar falla slík hús betur að þeim byggingarstíl sem fyrir er.

Skipulagsmistök sem átt hafa sér stað í gömlum hverfum í Reykjavík á undanförnum árum mega ekki verða endurtekin hér á Siglufirði.

Skrifað með virðingu fyrir lýðræðislegri og opnni umræðu um mikilvæg samfélagsmál.

Siglufirði 18. mars 2010

Örlygur Kristfinnsson
Guðný Róbertsdóttir


Athugasemdir

04.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst