Verða bankastjórar seðlabanka Evrópusambandsins ekki örugglega reknir?
siglo.is/is/news/newItem/ | Greinar | 15.06.2010 | 03:07 | Robert | Lestrar 332 | Athugasemdir ( )
Innskot um frétt af mbl.is: "Vandinn rakinn til fyrri
styrks evrunnar"
Birtist fyrst þann 21. janúar 2010 á amx
Gengi
breska pundsins gagnvart evru er nú fallið hátt í 30%. Frá því í
október 2008 hefur gengi Bandaríkjadals einnig fallið hátt í 20%
gangvart evru, eftir að það styrktist skömmu fyrir upphaf kreppunnar.
Þau 16 lönd sem binda sig saman í einni mynt sem nefnist evra, hafa
verið og eru enn að endurtaka nákvæmlega þessi sömu mistök gömlu
gullblokkarlandanna núna. Gengi evru er nú 20-30% of hátt fyrir meðaltal
evrulanda.
Seinustu daga hefur þó gengi Bandaríkjadals
gagnvart evru styrkst aðeins aftur. Að mestu vegna vandamála fjármála
þess ríkis myntbandalags Evrópusambandsins sem nefnist Grikkland.
Markaðurinn heldur nú um stundir að myntbandalagið sé að byrja að
tvístrast. Enginn veit ennþá hvernig erfið málefni ríkisfjármála
Grikklands munu fara. Bandaríkjadalur en enn álitinn vera örugg höfn á
viðsjárverðum tímum.
Af hverju endurtaka
peningayfirvöld á evrusvæði þessi mistök forfeðra sinna? Af hverju
endurtekur seðlabanki Evrópusambandsins þessi mistök? Jú, segir Paul,
þetta er rétttrúarlegs eðlis. Orsökin er peningastefnulegur rétttrúnaður
seðlabanka Evrópusambandsins. Evrópski seðlabankinn (ECB) trúir því að
aðilar á gjaldeyrismörkuðum séu þeir einu réttu sem stjórna eigi
verðmyndun evru gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Alveg eins og verðið á gulli
í gamla daga stjórnaði gengi mynta þessara landa. Seðlabanki
Evrópusambandsins trúir ekki á að gengi gjaldmiðilsins eigi að þjóna
hagkerfinu með því að fylgja peningastefnu sem er hagstæð grundvallar
þörfum myntsvæðisins, þ.e. atvinnu, atvinnusköpun og hagvexti. Hann
trúir einungis því að eina hlutverk seðlabankans sé að stuðla að stöðugu
verðlagi í löndunum myntbandalagsins. Enda er það hið eina opinbera og
skjalfesta markmið seðlabanka Evrópusambandsins.
Þetta
getur varla verið öðruvísi á meðan lönd evrusvæði eru ekki runnin saman
í eitt stórríki með sameiginlegum sköttum og ríkisfjárlögum. Svo hér er
auðvitað um peningastefnulega málamiðlun að ræða sökum meðfædds
ófullkomleika myntbandalagsins. Annars hefði ESB aldrei tekist að selja
evruhugmyndina til svona margra landa Evrópusambandsins. Núverandi
kreppa, sem muna vara mörg næstu árin á evrusvæði, mun svo verða notuð
til að þvinga lönd evrusvæðis út í enn meiri samruna með þeim rökum að
ekki sé um annað að ræða. Að öðrum kosti eigi myntbandalagið á hættu að
leysast upp eða tvístrast. Þau rök verða líka notuð að ekki verði hægt
að tryggja þann lífsnauðsynlega hagvöxt sem er það eina sem getur forðað
evrusvæðinu frá því að enda sem ríki fullkominnar stöðnunar með æ meiri
fátækt og örbyrgð þegar fram sækir.
Evrópski seðlabankinn, segir Paul De
Grauwe, er aðeins hálfdrættingur á við seðlabanka Bandaríkjanna og
Bretlands þegar að efnahaglegri umhyggju fyrir afkomu íbúa hagkerfanna
kemur. Þetta sést á því peningamangi sem seðlabankarnir hafa dælt út í
hagkerfin í kreppunni með ýmsum hætti. Seðlabankar Bandaríkjanna og
Bretlands hafa tvöfaldað efnahagsreikninga sína á meðan seðlabanki
Evrópusambandsins hefur aðeins bætt 50% meira fjármangi við bækur
bankans. Paul De Grauwe hefur áður harðlega gagnrýnt seðlabanka
Evrópusambandsins fyrir að hafa leyft myntinni evru að hækka um 100%
gagnvart Bandaríkjadal á aðeins nokkrum árum.
Í
venjulegu árferði er óskemmtilegt að eiga svona mikið undir
peningastefnulegum rétttrúarbrögðum komið. En ennþá meira óskemmtilegt
er þetta þó fyrir þau evrulönd sem standa mjög illa í kreppunni núna.
Hvort sem þeim líkar betur eða verr, standa þau núna öll með sömu
þýsk/frönsku evruna sem sennilega er 50-70% of hátt metin miðað við
þeirra eigin efnahag. Þessi lönd eru til dæmis Írland, Spánn, Ítalía,
Grikkland, Portúgal, Lettland og Litháen.
Malbikaðir
skrúðgarðar evrusvæðis
Er von til þess
að út úr þessu myntsamstarfi geti komið eitthvað annað en malbikaður
skrúðgarður fyrir hrörlegt fjölbýlishús sem þolir ekki að gengið sé á
grasinu í garði þess? Samstarf þar sem allir íbúar verða að samþykkja
málamiðlun drossíueigenda inn í hið óendanlega. Væntingar þeirra sem
boða til húsfélagsfundar á evrusvæði eru þær að hægt sé að prýða
sameiginlega garðinn með grænu grasi og blómum. En þegar fundi er slitið
er niðurstaðan nær alltaf sú að einungis er hægt að velja á milli
svarts malbiks eða grænnar málningar - og aldrei hvoru tveggja.
Við
skulum ekkert minnast á stýrivaxtahækkun seðlabanka Evrópusambandsins
tíu mínútur í algert hrun haustið 2008. Já, stýrivaxtahækkun þann 9.
júlí 2008 þegar kjarnaverðbólga evrusvæðis sagði bankanum að engin hætta
væri á ferðum. En þá hækkaði bankinn auðvitað stýrivexti í 15 löndum á
einum og sama deginum og alveg án tillits til efnahaglegra þarfa flestra
landanna. Sú ákvörðun var líka byggð á peningalegum rétttrúnaði og mun
fara inn í sögubækurnar sem ein heimskulegasta stýrivaxtaákvörðun
efnahagssögunnar. Við skulum heldur ekkert minnast á þau lönd sem
bankinn fóðraði á endalausu lausafé á neikvæðum raunstýrivöxtum árum
saman. Efnahagur þessara landa er nú sprunginn í tætlur. Aðallega sökum
innbyggðrar kerfislægrar bólumyndunarviðleitni stjórnenda seðlabanka
Evrópusambandsins, samkvæmt tilskipun.
Sagan
talar ekki máli seðlabanka Evrópusambandsins. Þessi seðlabanki
Evrópusambandsins er líklega verri en enginn. Auðveldlega væri hægt að
komast af með nokkra starfsmenn myntslátturáðs og símsvara í stað hins
mannlega herafla þessa seðlabanka. Útkoman yrði að minnsta kosti ekki
verri hagvaxtarlega séð. Nógu slæm er hún nú þegar því hinum lélega
hagvexti á evrusvæði síðastliðin 10-20 ár getur ekkert myntsvæði innan
landa OECD slegið út, nema hið eina og fullkomlega staðnaða
öldrunarhagkerfi Japans á barmi gjaldþrots. Ef seðlabanki
Evrópusambandsins væri nútíma seðlabanki sjálfstæðs ríkis, væru
stjórnendur hans allir komnir frekar illa haldnir út á gangstétt - og
auðvitað miklu lengra ef um Ísland væri að ræða.
Tengt
efni:
Grein Paul De Grauwe í
Financial Times þann 4. september 2008 - um 100% hækkun evru gegn
dollar: The
Bank must act to end the euro’s wild rise
Fyrri færsla
Vandinn rakinn til fyrri styrks evrunnar | |
Athugasemdir