Fágæt ljósmynd

Fágæt ljósmynd Þetta er glæsileg ljósmynd, sem upphaflega var svarthvít en síðar lituð af fagmanni. Ekki vitum við hver var ljósmyndarinn eða litarinn,

Fréttir

Fágæt ljósmynd

Sum húsin standa enn
Sum húsin standa enn
Þetta er glæsileg ljósmynd, sem upphaflega var svarthvít en síðar lituð af fagmanni. Ekki vitum við hver var ljósmyndarinn eða litarinn, (með vissu) en þetta eintak barst safninu til eftirtöku fyrir nokkrum árum. Skoðið myndina vandlega og vitið hvort þið þekkið ekki hvar og af hverju myndin er.

Árangurinn kemur væntanlega þeim yngri á óvart. Það eru vissulega margt fágætra ljósmynda til hjá Ljósmyndasafni Siglufjarðar, en við höfum einnig staðfestan grun um að víða leynist ljósmyndir, bæði fágætar og forvitnilegar ljósmyndir í einhverjum skúmaskotun, kössum uppi á hálofti, kjöllurum eða bara í einhverri kommóðuskúffunni, og ekki aðgengilegar öðrum til yndisauka eins og þær myndir sem eru á Ljósmyndasafni Siglufjarðar og öllum aðgengilegar. 

Annað slagið berast okkur fágætar sendingar gamalla ljósmynda víða af, einkum myndir sem tengdar eru Siglufirði á einn eða annan hátt, jafnvel heilu fjölskyldu albúmin, myndir af fólki og fleiru sem „fallið hefur í gleymsku“ í bili, en margir rifja upp gömul kynni er myndirnar birtast á netinu.

Þess vegna hvetjum við ALLA sem eiga gamlar ljósmyndir og filmur að koma þeim til okkar frekar en þær falli í gleymsku, eða jafnvel glatist.

Ein ljósmynd kann ef til vill að sýnast ómerkileg í augum eiganda, en merkileg og ánægjuleg sjón fyrir aðra.

Svo er alltaf möguleiki á því að þegar myndir birtast skarpari en frummyndin, fái viðkomandi sendandi áhuga á að eignast stafrænt eða prentað eintak afrit af einhverri þeirra ljósmynda sem hann ánafnar okkur, sem við látum sendendum gjarnan í té þeim að kostnaðarlausu sem þakklæti fyrir sendinguna, hafi viðkomandi eintak ekki verið til fyrir í safninu.

Ljósmyndasafn Siglufjarðar er vísir af sjálfseignarstofnun, sem SKSigló ehf. hefur undir verndarhend og umsjón í samvinnu við www.sksiglo.is
Markmið Ljósmyndasafnsins er að safna og varðveita, gera gamlar ljósmyndir og sögu myndefnis sýnilegt almenningi.


Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst