Förðun - þín stund

Förðun - þín stund Þuríður Stefánsdóttir (dóttir Stebba Ben og Birnu Gull), var að gefa út bók sem heitir  "Förðun - þín stund“ sem er sú fyrsta

Fréttir

Förðun - þín stund

Þuríður Stefánsdóttir
Þuríður Stefánsdóttir
Þuríður Stefánsdóttir (dóttir Stebba Ben og Birnu Gull), var að gefa út bók sem heitir  "Förðun - þín stund“ sem er sú fyrsta sinnar tegundar sem gefin er út á Íslandi.  Bókin er fyrir konur á öllum aldri sem vilja líta vel út og er hlaðin fróðleik
og glæsilegum ljósmyndum þess til suðnings. 

Sveinn Hjartarson (sonur Hjartar Kalla) sá um alla ljósmyndun en bæði eru þau fædd og uppalin á Siglufirði.

Förðun - þín stund inniheldur alla helstu grunntækni í förðun fyrir konur á öllum aldri, alveg frá þeim yngstu til þeirra elstu. 

Í bókinni er meðal annars kennd 3ja og 6 mínútna dagförðun og ýmiss konar kvöld- og tískuförðun sem sýnd er með skemmtilegum ljósmyndum, sumar skref fyrir skref.  Fyrir vikið verður ýmislegt sem hefur vaxið konum í augum, eins og skyggingar og smoky leikur einn.

Bókin er hnitmiðuð og einföld í notkun og ættu allar konur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Þetta er íslensk bók í alla staði, íslenskur höfundur, hönnun, ljósmyndun (Sveinn Hjartarson) og prentun. Á ekki að styðja íslenskt ?

Heimild: http://makeuptime4u.is/

Athugasemdir

19.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst