Miðnætursólar keppnin

Miðnætursólar keppnin Ræst var til hinnar alþjóðlegu siglingakeppni Midnight Sun Race í gær laugardag, upp úr klukkan 18.00. fjölmennt var við enda

Fréttir

Miðnætursólar keppnin

Seglin þanin til hins ítrasta
Seglin þanin til hins ítrasta
Ræst var til hinnar alþjóðlegu siglingakeppni Midnight Sun Race í gær laugardag, upp úr klukkan 18.00. fjölmennt var við enda Strákaganga austanverða þaðan sem gott útsýni var yfir svæðið, fjarðarkjaft Siglufjarðar þaðan sem  ræsing fór fram.
Annars var erfitt fyrir áhorfendur að átta sig á gang mála, þar sem skúturnar hringsóluðu á svæðinu að því er virtist tilviljunarkennt.

En  klukkan 18:00 rúmlega voru minnstu skúturnar komnir á skrið til norðurs og stuttu síðar hinar tvær stærri.

Alls höfðu sex skútur verið skráðar til keppnina, en einhverra hluta vegna mættu tvær þeirra ekki. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi keppni er haldin og eina sinnar tegundar á Norður- Atlantshafinu.

Siglt var/verður frá Siglufirði umhverfis Grímsey og til baka.
Með þessu móti sigla keppendur norður fyrir heimskautsbaug.

Vonandi verða fleiri þátttakendur að ári, en ráðlegt er að þetta verði árlegur viðburður.

Áætlað er að ferð skútnanna taki 8-14 tíma, en þegar þetta er skrifað eru þær ekki komnar til baka.

Frekari upplýsingar um keppnina má finna hér
http://www.icesun.is/

Myndir frá startinu eru hér


Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst