Skipulags- og umhverfisnefnd, Bæjarráð, Lögreglan og ökumenn á Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd, Bæjarráð, Lögreglan og ökumenn á Siglufirði. Undanfarinn áratug amk. hafa allmiklir fjármunir verið lagðir í

Fréttir

Skipulags- og umhverfisnefnd, Bæjarráð, Lögreglan og ökumenn á Siglufirði.

Hann bara skrapp, til að ná sér í meðlæti með kaffinu
Hann bara skrapp, til að ná sér í meðlæti með kaffinu

Undanfarinn áratug amk. hafa allmiklir fjármunir verið lagðir í umferðamerkingar, málaðar rendur og  merkingar á

staurum og stoðum á Siglufirði.

Allt er þetta er hið besta mál, en þó má íhuga til hvers að vera að kosta til þessara merkinga ?

Auðvitað er tilgangurinn sá að benda ökumönnum á  hvernig haga skuli akstri bifreiða á vissum svæðum, svo og hvar og hvernig bifreiðum skuli lagt og EKKI lagt og ekki hvað síst krafa um að tekið sé tillit til merkinganna, sem sett eru samkvæmt lögum og reglugerðum.

Hvað Siglufjörð varðar þá vakna margar spurningar með tilliti til ofannefndra merkinga.

Hver ber ábyrgð á því að umferðamerkingar séu virtar ?.

Ekki hefur Skipulags- og umhverfisnefnd fylgt því eftir að tekið sé tillit til fyrirmælana sem þeir „sáu um“ að yrðu framkvæmdar  hvað varðar umferðamerkingar.

Ekki heldur bæjarráð sem staðfesti viðkomandi fundargerðir.  

Ekki hefur borið á því að lögreglan, né sýslumenn undanfarinna ára hafi gert það heldur.

Og síðast en ekki síst, þeir eru því miður ekki mjög margir ökumenn á Siglufirði sem fara reglulega eftir  umferðamerkingum, þeir eru í miklum minnihluta, og fjölmargar  ljósmyndir til um slíkt og ma. dæmi  um að lögregluþjónar séu stundum í hópi „lögbrjótanna“ hvað löglega lagt varðar.

Alltof margir ökumenn á Siglufirði kunna ekki eða kæra sig ekki um sumar umferðmerkingar, þeir leggja bílum sínum þar sem þægilegast er að nálgast þá staði sem þeir þurfa til, þvert á gangbrautum hálfir upp á gangstéttum og sumir jafnvel loka fyrir gangandi umferð á gangstétt, mörg dæmi er um þetta hvað Hvanneyrarbraut, norðanverða Suðurgötu  og víðar. 

Þá eru dæmi um að lögreglubíll hafi sést keyra niður Aðalgötu hægt og varlega til að koma í veg fyrir að speglar bifreiðarinnar rækjust í ólöglega lagða bíla beggja vegna götunar framan við Sparisjóð og Siglósport.

Ekkert tillit er tekið til bannmerkja um bifreiðastöður, sem dæmi á Laugarvegi þar sem daglega er tugum bifreiða samtímis lagt ólöglega án afskipta, svipuð dæmi eru til um aðrar götur.

Bannað er að leggja vörubifreiðum og vinnuvélum í íbúðarhverfum, ótal dæmi er um að það sé ekki virkt.

Svo er áberandi að starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækja sem veita íbúum hina ýmsa þjónustu, leggi bifreiðum sínum jafnvel við dyr fyrirtækjanna, þannig að viðskiptavinirnir þurfa að leggja lengra frá fyrirtækinu til að sækja þangað þjónustu, og dæmi eru um að þessir „fyrirtækjabílar“ og fleiri, séu á viðkomandi stæðum tímum saman þó svo að merking þar segi til um að tímatakmörkin séu aðeins 20 mínútur.

Stórhluti bifreiðastjóra kann ekki að nota stefnumerki, eða nenna að gefa þau, allt of margir byrja á því að gefa stefnumerki  EFTIR að þeir hafa framkvæmt stefnubreytingu með stýri bifreiðarinnar sem þeir aka.

Sumir láta aðra bifreið bíða eftir sér við gatnamót að óþörfu þar sem þeir gefa ekki til kynna að þeir ætli beygja til hægri eða vinstri, ekki að halda beinni stefnu sem sá sem beið vildi ekki rjúfa.

Hvað er til ráða ?
Ætti Bæjarráð að taka málið fyrir, eða bara loka augunum fyrir þessum athugasemdum frá manni komnum vel á áttræðisaldurinn?
Þeir gætu samkvæmt lögum ráðið bifreiðastöðuvörð og haft af þessum lögbrotum  góðar tekjur fyrsta mánuðinn.
Þar sem áætlaðar sparnaðarhugmyndir ríkistjórnarinnar vegna löggæslu á Siglufirði eru ekki mjög gáfulegar er vart hægt að ætlast til þess að hið „fjölmenna“ lögreglulið sem verður á Siglufirði á næstunni komist yfir þetta verkefni, ekki síst miðað við fyrri afrek embættisins af bifreiðastöðubrotum á Siglufirði.

Það skal tekið fram að undirritaður hefur margoft  skrifað um þessi mál undanfarin ár á www.sksiglo.is – rætt við bæjarfulltrúa, einstaka nefndarmenn, lögregluþjóna, og ónefndan sýslumann, án þess að þessi mál hafi lagast.

Svo sakar ekki að minnast á þá fjölmörgu ökumenn sem aka inn á aðalbraut án þess að hægja á ferðinni né líta hvorki til vinstri eða hægri.
Undirritaður  hefur oftar en ekki lent í því að þurfa að nauðhemla fyrir slíkum ökumönnum, og má tvennu þakka fyrir að hafa losnað við stórslys; löglegum 35 km hámarkshraða og árvekni viðkomandi og fleiri ökumanna sem hafa orðið að stöðva bifreið sína skyndilega vegna hugsunarlausra ökumanna, sem stundum hafa verið að tala í farsíma og eða eins og máltækið segir „Úti að aka“

Ef til vill væri ráð að ráða sérstaka umferðamálanefnd Fjallabyggðar?

Svo er það spurning að lokum.
 Ætla þeir sem ráða að gera eitthvað í málinu ?

Ég geri ráð fyrir því að margir bölvi mér fyrir þessa afskiptasemi, en ég kippi mér ekki upp við það, ég hefi hingað til ekki verið feiminn við að láta skoðanir mínar í ljós, enda kominn með þykkan skráp

Steingrímur Kristinsson
210234-4549




Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst