Skólar á grænni grein

Skólar á grænni grein Í dag, þriðjudag, verður haldinn fundur á Siglufirði undir yfirskriftinni “Menntun til sjálfbærni” á vegum verkefnisins “Skólar á

Fréttir

Skólar á grænni grein

http://landvernd.is/graenfaninn/
http://landvernd.is/graenfaninn/

Í dag, þriðjudag, verður haldinn fundur á Siglufirði undir yfirskriftinni “Menntun til sjálfbærni” á vegum verkefnisins “Skólar á grænni grein” og er hann opinn öllum, þó helst höfðað sé til þeirra sem staðsettir eru Norðanlands. Allmargir hafa þegar boðað komu sína og ber þar mest á þátttakendum af Eyjafjarðarsvæðinu, - þökk sé Héðinsfjarðargöngum.

 

“Skólar á grænni grein” er alþjóðlegt verkefni þar sem áhersla er lögð á að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu. Hugmyndafræðin gengur út á sjálfbærni, gagnrýna hugsun gagnvart hnattrænum áhrifum, náttúru og umhverfi, lýðræði og réttlæti, jafnrétti og fjölmenningu, velferð og lýðheilsu, efnahagsþróun og framtíðarsýn svo eitthvað sé nefnt.


Á meðfylgjandi mynd má sjá Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, aðstoða nemendur í Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit við að draga sinn fyrsta en um leið hundraðasta Grænfánann að húni. (Ljósmynd Helena Óladóttir)

“Upphaflega gerðist Landvernd aðili að samtökunum “Foundation for Environmental Education in Europe (FEEE)”. Síðan hafa samtökin gerst alþjóðleg og stytt nafn sitt í samræmi við það og nota skammstöfunina FEE. Samtökin sjá um fimm mismunandi umhverfisverkefni og er Grænfáninn eitt af þeim. Haustið 2000 skrifaði Landvernd nokkrum stofnunum og aðilum og boðaði til vinnufundar í þeim tilgangi að ræða og meta hvort Grænfáninn félli að þörfum íslenskra skóla og ef svo væri að setja þá fram tillögur um framhald vinnunnar. Hópurinn hélt tvo fundi í október og nóvember og niðurstaða hans var að sett yrði á laggirnar tilraunaverkefni um Grænfánann til tveggja ára. Það hæfist með því að senda öllum grunnskólum á landinu lýsingu á verkefninu og óska eftir umsóknum þeirra sem vildu taka þátt frá byrjun. Gert var ráð fyrir að fara af stað með um fimm skóla. Hópurinn gekk einnig frá framkvæmda- og fjárhagsáætlun til tveggja ára. Á útmánuðum 2001 var öllum grunnskólum á landinu sent kynningarbréf um Grænfánann og óskað eftir að áhugasamir sæktu um þátttöku og í maí stofnaði Landvernd sérstakan stýrihóp um verkefnið og réð verkefnisstjóra. Tólf skólar sóttu formlega um að taka þátt frá byrjun í verkefninu á Íslandi. Niðurstaða stýrihóps var að svara þeim öllum jákvætt. Strax vorið 2002 voru þrír fyrstu Grænfánarnir dregnir að húni á Íslandi.”
(Tekið af vef Landverndar)

Því er svo við að bæta að ”Skólar á grænni grein” náðu því að verða 100 í upphafi þessa skólaárs og vonir standa til að sú tala tvöfaldist á 10. starfsári verkefnisins, þ.e. skólaárið 2010-2011.
Fjölmargir fundir um verkefnið hafa verið haldnir, m.a. nýverið á Akureyri og Egilstöðum.

Það nær til allra skólastiga frá leikskólum upp í framhaldsskóla og er stýrt af verkefnisstjórunum Helenu Óladóttur umhverfisfræðing og Orra Páli Jóhannssyni búfræðing.

 

Texti: Leó R. Ólason


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst