Veggjalist á ferðinni

Veggjalist á ferðinni Hópur ungra veggjalistamana var staddur á Siglufirði og myndskreytti nokkra veggi í bænum. Hópurinn hefur verið að ferðast um landið

Fréttir

Veggjalist á ferðinni

Töff kerra
Töff kerra
Hópur ungra veggjalistamana var staddur á Siglufirði og myndskreytti nokkra veggi í bænum. Hópurinn hefur verið að ferðast um landið að kynna veggjalistina og fékk til þess miljón króna styrk frá samtökunum Evrópa unga fólksins. Tilgangur verkefnisins var einnig að afmá fordóma almennings í garð veggjalistarinnar.

Hópurinn er nú búinn að vinna nokkur verk hér í bænum og hafa þau vakið mikla athygli fólks og hefur umræðan um veggjalist sennilega aldrei verið meiri á Siglufirði.

Hópurinn hefur ferðast um allt land og hófst hringferð þeirra um miðjan júlí en hingað komu þau frá Akureyri þar sem gerðu m.a. verk á vegg við sundlaug Akureyrar.

Hópurinn fékk leyfi hjá bæjaryfirvöldum til þess að vinna verkin á veggi í bænum og var hópurinn ánægður með móttökur bæjarins. Fjallabyggð bauð hópnum einnig vegg á Ólafsfirði en þau sáu sér ekki fært að mæta þangað.

„Okkur hefur verið vel tekið hvar sem við komum og fólk er forvitið um hvað við erum að gera," segir Kristín Þorláksdóttir ein úr hópnum. Kristín er dóttir listamannsins Tolla og á því ekki langt að sækja listahæfileikana.

„Það var reyndar ein gömul kona á Ísafirði sem skammaði okkur og var alls ekki sátt," segir Daníel Stefán annar meðlimur hópsins en hópurinn stendur saman af sjö einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að vilja auka virðingu fólks fyrir veggjalistinni og afmá fordóma.

Hópurinn gerir skýran greinarmun á veggjakroti og veggjalist, en á þessu tvennu er nefnilega allverulegur munur.

Hvað sem því líður þá hefur hópnum tekist vel til við að kynna veggjalistina á Siglufirði og hefur umræðan um verk þeirra verið fjörug og sitt sýnist hverjum.

Hér má sjá myndir af verkum þeirra :








Athugasemdir

05.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst