Frida, Súkkulaði-kaffihús opnar í dag, laugardag

Frida, Súkkulaði-kaffihús opnar í dag, laugardag Í dag opnar Fríða Gylfadóttir kaffihús og súkkulaðiverksmiðjuna "Frida" að Túngötu Fríða bauð mér í

Fréttir

Frida, Súkkulaði-kaffihús opnar í dag, laugardag

Í dag opnar Fríða Gylfadóttir kaffihús og súkkulaðiverksmiðjuna "Frida" að Túngötu 40a

Fríða bauð mér í heimsókn fyrir stuttu síðan til þess að skoða nýjasta kaffihúsið og líklega fyrstu súkkulaðiverksmiðjuna hér í bæ. Fríða hefur verið að vinna í því síðustu mánuði að standsetja staðinn auk þess að hún fór til Belgíu fyrr á árinu til að læra súkkulaðigerð. Ég hreinlega varð orðlaus af hrifningu þegar ég kom inn. Eins og flestir ef ekki allir Siglfirðingar og Ólafsfirðingar vita þá er Fríða með afbrigðum listræn og hugmyndarík og listaverkin fá heldur betur að njóta sín til fulls á kaffihúsinu sem gefur kaffihúsinu algjöra sérstöðu svona fagurlega og bragðlega séð (að mínu mati).

Fríða

Í kaffihúsinu er lítil súkkulaðiverksmiðja þar sem Fríða gerir hvert bragðlauka-listaverkið á fætur öðru og fékk ég að smakka nokkrar sortir að sjálfsögðu. Á tímabili held ég að Fríðu hafi ekki verið farið að lítast neitt á blikuna því ég var eins og 2 eða jafnvel 3 minkar í hænsnabúri innan um allar þessar dásamlegu súkkulaðisortir. Ég skaust eins og blettatígur á milli sorta og smakkaði allt súkkulaði sem tönn á festi. Þvílíkur og annar eins unaður. Dásamlegt. 

fríða

Það vantaði bara hinn matarfíkilinn með í för (hann Ægi Eðvarðs ) og þá hefði orðið stríðsástand í súkkulaðiverksmiðjunni og ástandið hefði að öllum líkindum farið út í eitthvað svipað ástand og þegar Inspector Clouseu og Cató slógust í Bleika Pardus myndunum hér í denn. Fríða hefði ekki fengið neitt við það ráðið, við hefðum klárað allt þetta dásamlega súkkulaði í sameiningu en þar sem ég var bara einn þá hreinlega kunni ég ekki við að sleppa algjörlega fram af mér beislinu. Vanalega get ég nefnilega bent á hann Ægi, og sagt, "uuu þetta var honum að kenna" en þarna þurfti ég að pakka í vörn og allavega þykjast hafa vott af sjálfsaga.

fríða

En Fríða mun opna í dag, laugardaginn 25. júní og verður opið frá 13:00 til 18:00 og að sjálfsögðu verður sérstakt tilboð á súkkulaðimolum í tilefni opnunarinnar.

Opnunartíminn verður framvegis frá kl. 13:00 til 18:00 og svo mun tíminn leiða það í ljós hvort það þurfi að lengja í opnunartímanum.

En myndirnar tala sínu máli og ég get lofað ykkur því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. 

fríða

fríða

fríða

fríða

fríða

fríða

fríða

fríða

fríða

fríða

fríða


Athugasemdir

05.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst