Æskudraumur rætist

Æskudraumur rætist Ég hef alla tíð sungið með sjálfum mér segir Róbert Óttarsson stórbakari og söngvari á Sauðárkrók. Róbert ólst upp á Siglufirði, nánar

Fréttir

Æskudraumur rætist

Ég hef alla tíð sungið með sjálfum mér segir Róbert Óttarsson stórbakari og söngvari á Sauðárkrók. Róbert ólst upp á Siglufirði, nánar tiltekið á Hvanneyrarbraut 58, en á nú og rekur Sauðárkróksbakarí.



Róbert Óttarsson er norðurbæingur og sonur Óttars Bjarnasonar (Bjarna og Úbbu í Visnesi) og Þórdísar Ingimarsdóttur (Elsu og Ingimars) sem ólst fyrstu ár ævi sinnar upp á Siglufirði. Við fluttumst síðan til Reykjavíkur árið 1986, en ég ætlaði sko ekki að fara og varð eftir hjá ömmu Úbbu í nokkra mánuði þegar fjölskyldan fór, eftir mikið stríð var ég svo að gefa eftir og flytjast með.

En hvað fær bakarann til að gefa út geisladisk í dag.
Þegar ég var yngri átti ég mér að sjálfsögðu draum, eins og aðrir krakkar, um að verða eitthvað frægur, ég hafi bara ekki kjark til að gera neitt í því. Á seinni árum hef ég síðan tekið að mér að syngja nokkrum sinnum opinberlega sem leiddi til þess að samstarfsmaður minn í þessu verkefni gaf sig á máls við mig um að gefa út geisladisk. Eftir að hafa hugsað málið nokkuð vel gerði ég mér grein fyrir því að gamli draumurinn blundaði ennþá undir niðri, núna er ég reyndar ekki að reyna að meika það.

Frægðardraumurinn er ekki lengur ástæða þess að ég er að gefa út disk, í dag er þetta meira spurning um að gera eitthvað sem manni hefur langað til að gera. Fyrir tæpum tveimur árum dó pabbi nokkuð snögglega, aðeins 53 ára að aldri, og ýtti það við manni að reyna að gera það sem manni langar til meðan maður hefur tækifæri á.

Tónlistin á disknum er nokkuð fjölbreytt og má þar finna lög sem ég er alinn upp við í bland við nokkur ný.

Björgvin Halldórs ........Ég er að tala um þig
Vilhjálmur Vil................Þú átt mig ein.
The lónlí blú bojs.........Hamingjan
Sálin ...........................Þú fullkomnar mig
George Michael...........The first time ever I saw your face
Thomas Holm..............Nitten

Tvö rúmensk lög eru síðan á disknum með textum og var það samið sérstaklega fyrir mig út af útgáfu disksins. Sorin Lazar og Ársæll Guðmundsson eiga síðan eitt lag sem er frumflutt á þessum disk.

Ég syng öll lögin og hefur Sorin séð um nánast allan undirleik fyrir utan trommur en þar hefur trommarinn úr hljómsveitinni Von Gunnar Illugi Sigurðsson barið húðir.

Athugasemdir

02.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst