Mokveiði í Sléttuhlíðarvatni.

Mokveiði í Sléttuhlíðarvatni. Ég hitti allsvakalegan veiðimann á Sigló um daginn. Við tókum rabbið og hann sagði mér að hann væri á leiðinni í

Fréttir

Mokveiði í Sléttuhlíðarvatni.

 

 
Ég hitti allsvakalegan veiðimann á Sigló um daginn. Við tókum rabbið og hann sagði mér að hann væri á leiðinni í Sléttuhlíðarvatn. Þar sem þessi drengur lifir fyrir veiði og kann og hefur prufað held ég flestallt sem viðkemur fluguveiði bað ég hann um að senda mér línu um það hvernig hefði gengið þarna um daginn.
 
Þar sem ég hef örlitla veiðidellu (reyndar er mesta dellan fólgin í því að kaupa flugur og eitthvað rosalega fint veiðidót sem ég nota svo takmarkað en það er bara svo rosalega gott að eiga þetta) hafði ég mjög gaman af því að lesa það sem Ingimundur Bergsson veiðidellukall sendi mér.
 
Hérna er textinn sem Mundi sendi mér.
 

Veiði.
Sléttuhlíðarvatn er skemmtilegt veiðivatn og um þessar mundir er þar  mikið
af fiski  og mjög góð veiði.  Ég skaust þangað í
fyrrakvöld (9.6. 2013)  í tvo tíma og fékk  7 fiska mun fleiri
tökur.  

Af þessum 7 fiskum voru tveir urriðar og 5 bleikjur. Fiskarnir voru
að taka straumflugur og þá helst í bleikum lit.  Þegar lygndi mátti sjá
fiska vaka um allt vatn þannig það ætti ekki að skipta öllu máli hvar menn
beri niður við veiðarnar.   Einnig er mjög árangursríkt að nota netta spúna
auk þess sem maðkurinn virkar alltaf vel.  Sléttuhlíðarvatn er þægilegt og
aðgengilegt vatn jafnt fyrir unga sem aldna.

Það er stutt að skjótast frá Siglufirði inn að Sléttuhlíðarvatni, en það
tekur um hálfa klukkustund að keyra þangað.  Rétt er að benda þeim sem hafa
hug á að fara þangað til veiða að Veiðikortið (www.veidikortid.is) gildir
þar en einnig má kaupa stök veiðileyfi á bænum Hrauni sem er við vatnið.
Hægt er að nálgast Veiðikortið hjá Íslandspósti og á Olís bensínstöðinni.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru við veiðar þar 9.
júní.

Texti og myndir. Ingimundur Bergsson.

mundaveidi

mundaveidi


mundaveidi



Athugasemdir

22.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst