Mokveiði í Sléttuhlíðarvatni.
Veiði.
Sléttuhlíðarvatn er skemmtilegt veiðivatn og um þessar mundir er þar mikið
af fiski og mjög góð veiði. Ég skaust þangað í
fyrrakvöld (9.6. 2013) í tvo tíma og fékk 7 fiska mun fleiri
tökur.
Af þessum 7 fiskum voru tveir urriðar og 5 bleikjur. Fiskarnir voru
að taka straumflugur og þá helst í bleikum lit. Þegar lygndi mátti sjá
fiska vaka um allt vatn þannig það ætti ekki að skipta öllu máli hvar menn
beri niður við veiðarnar. Einnig er mjög árangursríkt að nota netta spúna
auk þess sem maðkurinn virkar alltaf vel. Sléttuhlíðarvatn er þægilegt og
aðgengilegt vatn jafnt fyrir unga sem aldna.
Það er stutt að skjótast frá Siglufirði inn að Sléttuhlíðarvatni, en það
tekur um hálfa klukkustund að keyra þangað. Rétt er að benda þeim sem hafa
hug á að fara þangað til veiða að Veiðikortið (www.veidikortid.is) gildir
þar en einnig má kaupa stök veiðileyfi á bænum Hrauni sem er við vatnið.
Hægt er að nálgast Veiðikortið hjá Íslandspósti og á Olís bensínstöðinni.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru við veiðar þar 9.
júní.
Texti og myndir. Ingimundur Bergsson.
Athugasemdir