Evanger verksmiðjan gamla
Við fjölskyldan brugðum undir okkur miklu betri fætinum síðastliðin sunnudag og röltum út að rústum gömlu Evangers verksmiðjunnar.
Við rústirnar eru upplýsingar um verksmiðjuna og þar stendur að endalok hennar hafi verði þau að hún fór í snjóflóði 12. apríl árið 1919 og flóðið kom af brúnum Staðarhólshnjúkanna og var það nærri 1000 metrar á breidd og gjöreyddi mannvirkjum Evangers bræðra.
Evangerbræðurnir voru þeir Gustav og Olav Evanger frá Eggesbönes á Sunnmæri. Verksmiðjan tók til starfa í ágúst 1911.
Níu manns biðu bana í flóðinu.
Hér eru svo nokkrar myndir sem ég tók þegar við vorum á slóðum Evangers verksmiðjunnar og svo eru einnig myndir þarna sem teknar eru í Skútudal.
Og svo myndir sem teknar voru upp í Skútudal sama dag.
Athugasemdir