Fisk Kompaní
sksiglo.is | Almennt | 12.09.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 761 | Athugasemdir ( )
Leið mín lá inn á Akureyri fyrir stuttu síðan. Og af því
ég var á Akureyri langaði mig að skoða nýju fiskibúðina sem eðal Siglfirðingarnir Ragnar Haukson og Ólöf Ásta
Salmannsdóttir eiga og reka í samvinnu við Aðalstein Pálsson og Kristínu Steindórsdóttur .
FISK Kompaní er vægast sagt glæsileg fiskbúð og réttirnir
litu alveg ljómandi vel út.
FISK kompaní er staðsett í sama húsi og Bónus í nýlegu
hverfi í efri byggðum Akureyrar, nánar tiltekið Kjarnagötu 2.
FISK KompanÍ er með mikið af fiskiréttum sem eru lagaðir til á
staðnum ásamt öðru fiskmeti, salati, hömsum, sósum og öllu því sem nauðsynlega þarf með.
Við óskum Ragga, Ólöfu, Aðalsteini og Kristínu til hamingju með
þessa glæsilegu fiskbúð.
Frá vinstri. Kristín Steindórsdóttir, Gígja
Aðalsteinsdóttir(barn), Ragnar Hauksson, Ólöf Ásta Salmannsdóttir,
Alexander Örn Kristjánsson, María Lillý Ragnarsdóttir, Birta María Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Ingi Pálsson
Ólöf Ásta og María Lillý
Alexander Örn.
Kristín Steindórsdóttir að afgreiða.
Raggi Hauks og Ólöf Ásta
Ekki amalegt að smella þessu á grillið.
Athugasemdir