Ráðgátan leyst!

Ráðgátan leyst! Viðbrögðin við fréttinni um "ruder-trim" létu svo sannarlega ekki á sér standa.Hann Jón Ingi Björnsson var fyrstur til  að senda okkur

Fréttir

Ráðgátan leyst!

Viðbrögðin við fréttinni um "ruder-trim" létu svo sannarlega ekki á sér standa.
Hann Jón Ingi Björnsson var fyrstur til  að senda okkur upplýsingar varðandi merkingar á  „dularfulla“ stykkinu sem við birtum frétt um í gær.

GIEREN þýðir í rauninni bara að breyta flugstefnu. Sjá meðfylgjandi tengil um hvað GIEREN gerir. Svarti búturinn á stélinu sem hreyfist er GIEREN.

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/c/c5/Ayaw.gif

Ruder Trimm - þýðir bara trimmið á flöpsunum. Flapsarnir eru á vængjunum og þegar þeir eru látnir niður þá fer afturhluti vélarinnar niður en nefið upp og lendingin verður mjúk og flott. Venjulega eru þeir sléttir við vænginn sjá tengil.

http://www.hooked-on-rc-airplanes.com/images/airplane-flaps.jpg

Hann telur að  stutzrudder sé flapsarnir aftan á stélinu. Sjá linkinn hér að neðan - Annars þýðir stutzrudder eitthvað eins og varaflapsar eða eitthvað slíkt.

http://www.geocities.com/ccy777_hk/rudder.gif

Til gamans má geta að Julia Goesch frá Forst í Þýskalandi leitaði sér líka upplýsinga og komst að svipaðri niðurstöðu og Jón Ingi. Hluturinn er því næsta örugglega úr flugvélinni sem var skotin niður við Grímsey 5. ágúst 1943.

Skúli Jón Sigurðarson, sem starfaði hjá Flugmálastjórn í marga áratugi, meðal annars við rannsókn á flugslysum, segir í tölvupósti til Sigló.is að hluturinn sem Gulltoppur kom með að landi “sé örugglega hluti úr þýskri flugvél, ekki ólíklega úr Focke Wulf FW 200 Condor F8+FL, frá III/KG-40 flugsveitinni, en vélin varð að nauðlenda brennandi skammt austan Grímseyjar 5. ágúst 1943, eftir að tvær P-38 Lightning orrustuflugvélar (Dick Holly og William Bethea) sem voru í eftirlitsflugi frá Kassos flugvelli (Melgerðismelum) réðust á hana. Áhöfnin öll, sjö manns, komst í björgunarbát og var bjargað.”
 
Að sögn Skúla var það bandaríska ratsjárstöðin á Siglunesi sem sá flugvélina og staðsetti hana. Þaðan kom bátur, skipbrotsmennirnir voru handteknir og þeim var komið í breskt herskip. Þjóðverjarnir voru sagðir hafa orðið undrandi á "góðum" móttökum Ameríkananna og milli þeirra urðu síðan ævilöng vináttubönd. Flugstjórinn var Karl Holtrup yfirliðþjálfi (Oberfeldwebel) frá Dusseldorf. Hinir voru: Ofw. Karl Holtrup, Uffz. Günter Karte, Fw. Josef Teufel, Uffz. Herbert Richter, Ofw. Emil Brandt, Gfr. Wilhelm Lehn og Obgfr. Siegfried Klinkmann.
 
Skúli segir að Rudertrim sé hliðarstýrisblaka (rudder-trim á ensku) og að Stutzruder sé hjálparstýri (Rudder servo-tab á ensku).

Við þökkum Jóni Inga, Juliu og Skúla Jóni kærlega fyrir upplýsingarnar.



Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst