Framhaldsfrétt um fálkann

Framhaldsfrétt um fálkann Það mun hafa verið í nóvember árið 1954 sem "Elliðafálkinn" var myndaður á Ljósmyndastofu Siglufjarðar og gerður heimavanur hjá

Fréttir

Framhaldsfrétt um fálkann

Það mun hafa verið í nóvember árið 1954 sem "Elliðafálkinn" var myndaður á Ljósmyndastofu Siglufjarðar og gerður heimavanur hjá Gísla (Grímseyingi) Sigurðssyni eins og sagt var frá hér á síðunni á miðvikudag. Sjá hér.

Skömmu eftir birtingu sögunnar barst frá rithöfundinum Sjón (sonarsyni Gísla) meðfylgjandi frétt úr dagblaðinu Tímanum 12. nóv. '54. 

fálkinn

Samdægurs gróf Jónas Ragnarsson, sá mikli Siglfirðingur í Reykjavík, upp aðra Tímafrétt um fálkann.

Sú birtist 21. nóvember sama ár, fyrir nákvæmlega 60 árum síðan upp á mínútu. Þar kemur fram að Bandaríkjamaður hafi keypt fuglinn í því augnamiði að flytja hann til Ameríku og þjálfa hann til veiða. Í frásögn Jóhanns Geirdal var talið að hann hafi þjónað í loftvörnum hjá Kanadaher. Einnig hafði komið til greina í eftirgrennslan um málið að hann hefði endað í dýragarði þar vestra. "... það er nú það sem er skemmtilegt við munnmælasögur að þær vilja vera í mismunandi útgáfum" skrifaði Sjón í þessu sambandi.

Ætli við verðum ekki að gera ráð fyrir að þessar síðustu upplýsingar úr Timanum séu réttar?

fálkinn

Ö.K.





Athugasemdir

03.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst