Free running
sksiglo.is | Almennt | 19.06.2009 | 07:50 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 240 | Athugasemdir ( )
Þeir eru magnaðir Free running meistararnir á Sigló, en á 17. Júní sýndu þeir listir sýnar fyrir áhorfendum á torginu.
Free running er tiltölulega ný íþrótt sem á rætur sínar að rekja til Frakklands en hefur nú náð bólfestu á Íslandi. Tilgangurinn er að geta stokkið yfir, undir og jafnvel milli hindrana sem leynast í umhverfinu. Greinilegt er að Siglfirðingar eru nú búnir að ná tökum á þessari skemmtilegu íþrótt.
Athugasemdir