Gamlar skipa og báta myndir frá Má Jóhannssyni
Már Jóhannsson sendi okkur gamlar skipa og báta myndir sem er gaman að skoða og hafa ekki sést áður á þessum vef svo vitað
sé.
Það er virkilega gaman að skoða þessar myndir en mikill meirihluti myndanna er tekin í kring um 1970 og eins og Már segir sjálfur þá eru
myndirnar vissulega í mjög mismunandi gæðum. Þær eru allar skannaðar af filmum. En á þessum árum tók Már mikið af myndum
á vél sem skipti 35mm filmu í tvennt.
En það er alveg meiriháttar að skoða þessar myndir og ef þið þekkið báta sem ekki er merkt við þá væri gaman að fá nöfnin á þeim og jafnvel einhverjar sögur um bátana og lífið um borð.
Svo kemur meira af myndum frá Má fljótlega, bæði í dag og á morgun.
Myndir: Már Jóhannsson
Mynd 1.
Tjaldur SI-175
Mynd 2.
Mynd 3.
Mynd 4.
Dagur ÞH-66 síðar SI-66 og Aldan SI-85
Mynd 5.
SI-222
Mynd 6.
Aldan SI-85
Mynd 7.
Þetta er líklega Palli Páls og Aldan SI-85 í baksýn. Líklega á ufsanót.
Mynd 8.
Mögulega Hafborg SI hans Steina Vigg.
Mynd 9.
Dúan SI-130 sem Palli Kristjáns átti.
Mynd 10.
Drangur.
Mynd 11.
Mynd 12.
Siglfirðingur SI-150 Fyrsti skuttogari Íslendinga. Og fyrir framan Kristján SI sem Sæmi Jóns smíðaði.
Mynd 13.
Hér er Stína SI-11 í eigu Rósmundar Guðnasonar og Hafþórs Rósmundssonar. Sem sjást á mynd.
Athugasemdir