Gamlar skipa og báta myndir frá Má Jóhannssyni

Gamlar skipa og báta myndir frá Má Jóhannssyni Már Jóhannsson sendi okkur gamlar skipa og báta myndir sem er gaman ađ skođa og hafa ekki sést áđur á

Fréttir

Gamlar skipa og báta myndir frá Má Jóhannssyni

Már Jóhannsson sendi okkur gamlar skipa og báta myndir sem er gaman að skoða og hafa ekki sést áður á þessum vef svo vitað sé. 

Það er virkilega gaman að skoða þessar myndir en mikill meirihluti myndanna er tekin í kring um 1970 og eins og Már segir sjálfur þá eru myndirnar vissulega í mjög mismunandi gæðum. Þær eru allar skannaðar af filmum. En á þessum árum tók Már mikið af myndum á vél sem skipti 35mm filmu í tvennt. 

En það er alveg meiriháttar að skoða þessar myndir og ef þið þekkið báta sem ekki er merkt við þá væri gaman að fá nöfnin á þeim og jafnvel einhverjar sögur um bátana og lífið um borð.

Svo kemur meira af myndum frá Má fljótlega, bæði í dag og á morgun.

Myndir: Már Jóhannsson 

MárMynd 1.

Tjaldur SI-175

MárMynd 2.

MárMynd 3.

MárMynd 4.

Dagur ÞH-66 síðar SI-66 og Aldan SI-85

MárMynd 5.

SI-222

MárMynd 6.

Aldan SI-85

MárMynd 7.

Þetta er líklega Palli Páls og Aldan SI-85 í baksýn. Líklega á ufsanót.

MárMynd 8.

Mögulega Hafborg SI hans Steina Vigg.

MárMynd 9.

Dúan SI-130 sem Palli Kristjáns átti.

MárMynd 10.

Drangur.

MárMynd 11.

MárMynd 12.

Siglfirðingur SI-150 Fyrsti skuttogari Íslendinga. Og fyrir framan Kristján SI sem Sæmi Jóns smíðaði.

MárMynd 13.

Hér er Stína SI-11 í eigu Rósmundar Guðnasonar og Hafþórs Rósmundssonar. Sem sjást á mynd.


Athugasemdir

12.febrúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst