Georg Pálsson, aldarminning
sksiglo.is | Greinar | 21.12.2008 | 00:01 | | Lestrar 415 | Athugasemdir ( )
Georg Pálsson skrifstofustjóri Siglufirði var fæddur að Vestdalseyri við Seyðisfjörð þann 21. desember 1908.
Foreldrar hans voru Soffía Vigfúsdóttir frá Hellu á Árskógsströnd og Páll Andrés Pálsson, kaupmaður í Seyðisfirði.
Georg ólst upp ásamt fjórum bræðrum hjá foreldrum sínum í Seyðisfirði en fjölskyldan fluttist síðar til Akureyrar. Við tók nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar og þaðan lauk hann Gagnfræðaprófi vorið 1928. Árin sem hann var í skólanum stundaði hann sjóróðra frá Skálum á Langanesi í þrjú sumur en sumarið næst á eftir frá Hrísey.
Í ársbyrjun1929 réðist Georg til Kristjáns Kristjánssonar á Akureyri, sem afgreiðslumaður á Bifreiðastöð Akureyrar og starfaði þar til vorsins 1938, fyrri árin ýmist sem afgreiðslumaður eða bifreiðastjóri en síðari árin sem bókhaldari ,- en bókhald lærði hann hjá föður sínum, sem verið hafði á verslunarskóla í Kaupmannahöfn.
Sumarið 1938 starfaði Georg við síldarsöltun á svonefndri Malmquiststöð í Siglufirði en frá ármótum og fram á sumar við Laxárvirkjun í Þingeyjarsýslu, sem þá voru hafnar framkvæmdir við en réðist þá til Friðriks Guðjónssonar útgerðarmanns í Siglufirði og var bókhaldari við útgerð hans, síldarsöltun og einnig hjá Hrímni hf. til 1947. Georg gerðist þá skrifstofustjóri hjá skipaafgreiðslu og vátryggingarskrifstofu Þormóðs Eyjólfssonar hf. og starfaði þar þau ár sem hann átti eftir lifað.
Sumarið 1948 starfaði Georg fyrir Óskar Halldórsson útgerðarmann við sölu á beitusíld í færeysk og norsk fiskiskip sem fjölmörg stunduðu þorskveiðar með línu fyrir Norðurlandi það sumar. Jafnframt keypti hann fyrir Óskar nokkur þúsund tómar síldartunnur af norskum og sænskum síldveiðiskipum en Óskar taldi sig sjá fyrir verulega verðhækkun á næstu síldarvertíð og varð sú raunin. Framsýnn maður Óskar.
Fram til ársins 1953 fékkst Georg lítið við félagsstörf og hafði ekki afskipti af opinberum málum en það ár var hann kjörin í bæjarstjórn Siglufjarðar og átti þar sæti í ýmsum nefndum á stjórn bæjarins.
Hinn 15. nóvember 1930 kvæntist Georg Hólmfríði Ingibjörgu fædd 19. júlí 1907., Guðjónsdóttur Helgasonar frá Vopnafirði og konu hans Kristínar Árnadóttur bónda að Hörghóli í Vestur Húnavatnssýslu. Börn þeirra eru Soffía 15. apríl 1931., Kristinn 31. des. 1933 og Ingvar 26. ágúst 1943.
Georg Pálsson lést á Landspítalanum í Reykjavík þann 25. ágúst 1957 eftir veikindi og er jarðsettur í kirkjugarðinum í Siglufirði.
Hólmfríður eftirlifandi eiginkona Georgs er þegar þetta er skrifað á lífi 101 árs við allgóða heilsu og er vistmaður á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík
Ingvar Georgsson
899-2155
ingvar@gmail.com
Foreldrar hans voru Soffía Vigfúsdóttir frá Hellu á Árskógsströnd og Páll Andrés Pálsson, kaupmaður í Seyðisfirði.
Georg ólst upp ásamt fjórum bræðrum hjá foreldrum sínum í Seyðisfirði en fjölskyldan fluttist síðar til Akureyrar. Við tók nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar og þaðan lauk hann Gagnfræðaprófi vorið 1928. Árin sem hann var í skólanum stundaði hann sjóróðra frá Skálum á Langanesi í þrjú sumur en sumarið næst á eftir frá Hrísey.
Í ársbyrjun1929 réðist Georg til Kristjáns Kristjánssonar á Akureyri, sem afgreiðslumaður á Bifreiðastöð Akureyrar og starfaði þar til vorsins 1938, fyrri árin ýmist sem afgreiðslumaður eða bifreiðastjóri en síðari árin sem bókhaldari ,- en bókhald lærði hann hjá föður sínum, sem verið hafði á verslunarskóla í Kaupmannahöfn.
Sumarið 1938 starfaði Georg við síldarsöltun á svonefndri Malmquiststöð í Siglufirði en frá ármótum og fram á sumar við Laxárvirkjun í Þingeyjarsýslu, sem þá voru hafnar framkvæmdir við en réðist þá til Friðriks Guðjónssonar útgerðarmanns í Siglufirði og var bókhaldari við útgerð hans, síldarsöltun og einnig hjá Hrímni hf. til 1947. Georg gerðist þá skrifstofustjóri hjá skipaafgreiðslu og vátryggingarskrifstofu Þormóðs Eyjólfssonar hf. og starfaði þar þau ár sem hann átti eftir lifað.
Sumarið 1948 starfaði Georg fyrir Óskar Halldórsson útgerðarmann við sölu á beitusíld í færeysk og norsk fiskiskip sem fjölmörg stunduðu þorskveiðar með línu fyrir Norðurlandi það sumar. Jafnframt keypti hann fyrir Óskar nokkur þúsund tómar síldartunnur af norskum og sænskum síldveiðiskipum en Óskar taldi sig sjá fyrir verulega verðhækkun á næstu síldarvertíð og varð sú raunin. Framsýnn maður Óskar.
Fram til ársins 1953 fékkst Georg lítið við félagsstörf og hafði ekki afskipti af opinberum málum en það ár var hann kjörin í bæjarstjórn Siglufjarðar og átti þar sæti í ýmsum nefndum á stjórn bæjarins.
Hinn 15. nóvember 1930 kvæntist Georg Hólmfríði Ingibjörgu fædd 19. júlí 1907., Guðjónsdóttur Helgasonar frá Vopnafirði og konu hans Kristínar Árnadóttur bónda að Hörghóli í Vestur Húnavatnssýslu. Börn þeirra eru Soffía 15. apríl 1931., Kristinn 31. des. 1933 og Ingvar 26. ágúst 1943.
Georg Pálsson lést á Landspítalanum í Reykjavík þann 25. ágúst 1957 eftir veikindi og er jarðsettur í kirkjugarðinum í Siglufirði.
Hólmfríður eftirlifandi eiginkona Georgs er þegar þetta er skrifað á lífi 101 árs við allgóða heilsu og er vistmaður á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík
Ingvar Georgsson
899-2155
ingvar@gmail.com
Athugasemdir