GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 2 hluti, KONUR

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 2 hluti, KONUR Í dag er 8 mars (Alþjóðlegi kvennadagurinn) og þessi orð mín sem birtast hér í dag eru virkilega skrifuð í mikilli

Fréttir

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 2 hluti, KONUR

Hólshyrnan er KONA. Drottning Siglufjarðar
Hólshyrnan er KONA. Drottning Siglufjarðar

Í dag er 8 mars (Alþjóðlegi kvennadagurinn) og þessi orð mín sem birtast hér í dag eru virkilega skrifuð í mikilli einlægni og með djúpu þakklæti til ykkar alla sem ólu mig upp með óendalegri ást og umhyggju, gáfu sér tíma til að tala við mig, hlusta á mig, hugga mig og hvetja mig til stórdáða í lífinu og baráttu fyrir réttlæti og jafnræði fyrir ALLA. 
Því það er staðreynd að það voru KONUR sem ólu mig upp, fórnuðu mest og gáfu mér mikið og aldrei sá ég að þær væru kannski virkilega þreyttar og slitnar, þær földu það vel.
Sé þetta núna allt saman með öðrum augum þegar ég kíki til baka inní heim minninganna frá minni yndislegu barnæsku á Sigló.

Er þetta allt saman satt? Já fyrir mér, vegna þess að þetta eru mínar minningar og þú átt þínar minningar sem forma þinn sannleika og eingin af okkur getur þess vegna haft einkaleyfi á því að eiga sannleikan. Þú manst þetta sama kannski bara aðeins öðruvísi......í öðrum orðum með öðrum myndum, en samt líkt.... einhvern veginn.

Þetta eru bara mín orð og lýsingar og skáldskapur og tilraun til að setja orð á tíðarandann og lýsa einhverju sem hefur virkilega formað mig sem þá  manneskju sem ég er í dag. 

Minningar hlýða ekki venjulegum náttúrulögmálum, í heimi minninganna flýgur maður í huganum fram og til baka og hoppar afturábak og fram í tíma og rúmi.
Ein minning gefur aðra og svo byrjar þetta fullorðna í manni að dæma og hugsa:
 nei.... var þetta virkilega sí eða svona ???, svo fer maður að efast....mig kannski bara dreymi þetta, einhver annar sagði mér þetta, sá þetta á gamalli ljósmynd, ég er bara að búa þetta til sjálf/ur, þetta var ekki ég.......nei,nei það getur bara ekki verið.

 En samt eru þessar hugsanir þarna og..... efinn????

Og sá dagur kemur fyrir ALLA að það eina sem skiptir okkur máli og hefur eitthvað gildi fyrir okkur eru þessar minningar um horfinna tíð og fólk sem okkur þótti vænt um, öll hús og hallir, bílar og dót hefur enga þýðingu eða veraldlegt gildi.

Þannig er nú lífið skrítið, við leggjum svo stóran hluta af okkar tíma í að draga í sarpinn,safna dóti, slítum okkur út og gleymum að lifa, gleymum að sinna því sem er það allra allra mikilvægasta í lífinu.

En það er að sinna þeim sem við elskum og segja það við þá alla daga og ekki bara á jólunum eða þegar einhverjar hörmungar dynja yfir okkur.

 Og svo koma minningarnar samt að lokum til okkar..... ÓKEYPIS!

Og hvað heldur þú að þú sért að hugsa um þá......hann var nú flottur gamli Fordinn minn......, ......sakna hans..... eða þessi kápa var nú dásamleg, klæddi mig svo vel, nú kemst ég ekki lengur í hana.......sakna hennar.
 
Nei þú ert ekkert mikið að hugsa um það og þann SÖKNUÐ...er það nokkuð ?

En allar sögur hafa byrjun eða einhverskonar NÚLL punkt sem er upphafið af öllu sem koma skal og þá þarf ég auðvitað að byrja á að segja ykkur mínar minningarmyndir frá minni eigin fæðinu, en það var alveg hrikaleg lífsreynsla.

Sumir myndu kannski segja núna: Nei, Jón Ólafur hættu nú alveg, er ekki í lagi með þig.....
það man náttúrulega enginn eftir sinni eigin fæðinu og varstu ekki líka að lofa okkur göngutúrum um bæinn, þú ferð nú varla í göngutúra nýfæddur ha....er það nokkuð ?
Halló, halló, Hafnarfjörður hvaða æsingur er þetta..... auðvitað man ég þetta, er með svona minni var búinn að segja ykkur þetta síðast og þetta eru mínar minningar og mín saga og hún byrjar svona..... Sorrý.
Og þetta með göngutúrana kemur fljótlega ég var fljótur að læra að ganga, móður minni og mörgum öðrum til mikilla armmæðu og þar fyrir utan er þetta er ekkert svaka flókið hreyfingamunstur. (lengri göngutúrar munu birtast á föstudaginn kl: 19.00 hér á siglo.is)

En þessi saga byrjar svona vegna þess að ég man frekar lítið eða ekki neitt um hvar ég var fyrir fæðingu.  
 Ég svakalega lukkulegur með elsku systir (Dóru Sallý) Halldóra Salbjörg, myndin er tekin snemma árs 1963 áður en bróðir minn fæddist.  

Í UPPHAFI VAR EKKERT OG SVO FÆDDIST ÉG.
Spýtist í heiminn tveimur vikum of snemma og ég var alls ekki tilbúinn í þessi ósköp því ég hafði það mjög gott þarna sem ég var.

Var eiginlega mjög svo á móti þessu, því það var ekkert annað en hávaði og læti í  þessu litla kjallaraherbergi þarna uppi á Hverfisgötu 27.

 Stórhríðin lamdi gluggann að utanverðu með ofsa og reiði, glugginn var einn af mörgum á stóru hvítu húsi sem stóð upp í fjalli.

 Í litlum bæ, á norður hjara veraldar, tuttugasta janúar 1962.

Herbergið var fullt af KONUM, ekki það að ég vissi þá að þetta væru konur, ég komst að því seinna. Þessar einkennilegur verur hafa haft veruleg áhrif á mitt líf.

Ein af þessum konum var náttúrulega móðir mín, ég vissi það, því ég þekkti röddina og hennar yndislega hjartslátt. Ég er enn í dag mjög hrifin af hjartslættinum í konum og mér er alveg sama hvernig brjóstin líta út, mér þykir vænt um hitan og ég vill bara liggja þarna og hlusta.

 Konur eru heitar, móðir mín var heit og mér leið vel inní henni.

Hinar konurnar í herberginu voru föðurmóðir mín frá efri hæðinni og dætur hennar, allar þrjár. 

 Síðan var þarna  kona í hvítum fötum með einhverskonar sjódátahúfu á hausnum, hún var rennandi blaut, ísköld og blá í framan, mér var meinilla við að hún væri að snerta mig.

Mér er illa við kaldar konur, konur eiga að vera heitar.

 Frétti seinna að þetta var ljósmóðir sem var fengin að láni frá Akureyri, um tíma sakir, vegna þess að aðal ljósmóðir bæjarins var kasólétt sjálf. Greyið.

Lána ljóskan var svona blaut og blá, næstum dauð, af því að hún var nálægt því að verða úti vegna ofsaveðurs, það var allt ófært og hún þurfti að klofa skafla alla leið frá sjúkrahúsinu í norðurbænum og suður í fjall til að taka óvænt á móti mér, tveimur vikum of snemma.
Hún fór fyrst í ranga götu of hátt “uppí”  fjallinu og rúllaði svo meira eða minna “niðreftir” á húsið hennar ömmu.

Hún hugsað alla leiðina: “hvurn andskotann er ég að gera hérna, af hverju sagði ég já...... hverjum datt þetta eiginlega hug, ha.... að byggja heilan bæ hérna, það vantar eitthvað í þetta fólk.....bara leggja þetta niður......já, búa bara til hverfi fyrir þessi fífl inná Akureyri svo fólk geti lifa eins og manneskjur.....”

Hún var með þetta allt á hreinu rétt áður en hún byrjaði að rúlla niður brekkuna.

Það var ekki fyrr en hún burstaði af sér snjóinn áður en hún bankaði á hurðina á kjallaraíbúðinni í þessu stóra húsi að hún áttaði sig á því að hún var alls ekki rétt klædd fyrir svona ævintýri og hún mundi líka að henni hafði verið sagt að í þessu húsi bjuggu þær þrjár kynslóðir af hörkuduglegu  fólki sem voru í síldarbransanum og að það var vegna nálægðar við síldina og engri annarri ástæðu sem þessi þá næstum veglausi bær var byggður.

 Í þröngum firði með nes sem veitti skjól, í firði sem hafði bara eina átt, há norður.

Annars hefði eignum heilvita manni dottið þetta í hug. Nema kannski Þormóði Ramma á sínum tíma.

Þessi staðreynd um nálægðina við síldina er annað ævintýri sem hefur haft veruleg áhrif á mitt líf.

Þetta reddaðist allt saman þrátt fyrir að heilastarfsemin í þessari ungu óreyndu ljósmóðir væri eins og hún hefði dottið ofan í þvottavél eftir brekkubununa góðu. En það var nú eiginlega að mestu leyti ömmu að þakka, hún kunni þetta, hafði gert þetta sjálf, fjórum sinnum og að auki tekið á móti systur minni elskulegri 19 mánuðum áður og svo hjálpaði hún örugglega fíflinu honum bróður mínum í heiminn líka , bara 13 mánuðum seinna.
(Bróðir minn var virkilega fyrir mér fyrstu æviárin, hann stal frá mér athygli móður minnar og ömmu, ég  var mikið að pæla í því hvernig ég gæti losnað við hann fram að 6 árs aldri, hafði hann reyndar sem leikfang líka annars lagið þegar vel lá á mér en systir mín var bara góð við mig eins og allar hinar konurnar í húsinu.)

Bróðir minn (Siggi Tommi) Sigurður Tómt-mas stjórnmálafræðingur feitur og pattaralegur að moka snjó á Hverfisgötu 27. (Rétt á eftir að þessi mynd var tekin af honum þá rak ég óvart skóflu í andlitið á honum og það þurfti að sauma 4 spor í neðri vörina hjá Ólafi lækni. Verð reyndar að viðurkenna að þetta er ekki alveg satt, þetta var ekki óvart, ég ætlaði að drepa hann en því miður þá hitti ég hann ekki betur.)
 

Konur kunna svona hluti......fæða börn og svoleiðis........konur kunna mikið, of mikið eiginlega, finnst mér núna.

Nýfæddur og ég rétt næ að hugsa “djöfull er kalt hérna”. (A.. ha...kannski þess vegna sem ég bý í Svíþjóð, já það var/er kalt þarna og bara nafnið á þessu landi:
”är skrämmande”(ógnvekjandi)

En nú grípur ljósmóðirin í lappirnar á mér og snýr mér upp og niður og svo slær hún mig fast í bakið og ég spítti út slímklump og ég anda inn súrefni í lungun í fyrsta skiptið á ævinni og þegar ég anda út í fyrsta skiptið, þá kom gríðarlegt sársaukaöskur af því að konan meiddi mig. “Þessi ljúfa ljósmóðir var ennþá að tala um þennan viðburð 52 árum seinna frétti ég í gengnum dóttir hennar á þjóðlagahátíð fyrir 3 árum síða.”(Mynd og stutt samtal við dóttur konunnar hér:  Snillingar bæjarins!

En hún meiddi mig af því að hún vildi mér vel, konur hafa oft meitt mig þegar þær vilja mér vel.

Sumar konur hafa meira að segja sagt að “þær elski mig” í sömu setningunni sem þær særðu mig.

Þessi byrjun boðaði ekki gott.............eða of mikið gott........

 Strákur eða stelpa ? Heyrðist úr tveimur dimmum röddum sem sátu og reyktu sígarettur og vindla af miklum ákafa frammí í litlu eldhúsi.
Konurnar í herberginu svöruðu allar í kór: STRÁKUR ! og þær höfðu vart sleppt orðinu þegar herbergishurðin  er rifin upp og þeir tveir sem höfðu verið svo lengi í minnihluta í þessu húsið trúðu þeim ekki fyrr en þeir fengu að sjá þetta fyrirbæri og að hann væri nú örugglega með tippi eins og þeir og glaðir á svip sögðu þeir bara: LOKSINS !

Fóru síðan aftur inní eldhús og reyktu meira og kannski skáluðu þeir líka í séníver og kók.

Þeir höfðu það gott og samstarfið var bara ágætt við meirihlutann og þeim fannst að þeir RÉÐU alveg furðulega miklu í þessu húsi sem duglegir vinnandi alvöru karlmenn og af því að konurnar í meirihlutanum voru svo SÉÐAR þá leyfðu þær þeim bara að halda það.

Karlmenn voru yfirleitt ekki mikið að skipta sér af mínu uppeldi mín fyrstu ár, sá þá sjaldan, nema þreytta og slitna snemma á morgnana, kynnist þeim betur seinna og hafði þá sem fyrirmyndir þegar ég byrjaði ungur í aukavinnu með skóla og í sumarvinnunni eða hvernig maður á að drekka brennivín..........  
Allir sem ég “sá” mest á þessum tíma í þessu húsi pissuðu sitjandi, bróðir minn líka, hann pissaði bara í koppinn sinn og ég pissa ennþá sitjandi, ekki af því að ég viti ekki betur eða hafi ekki aðra möguleika, þetta er bara hefð sem hefur fyllt mér frá barnæsku og svo hef ég líka heyrt að þetta sé hollt fyrir karlmenn líka, gott fyrir blöðruhálskirtilinn og þar fyrir utan þá er þetta praktískt, maður pissar ekki eins oft á gólfið og þá þarf maður ekki að þrífa nema einu sinni á ári.

Öll erum við börn sín tíma og á þessum tíma voru margar konur “alvöru hagsýnar húsmæður” það var allmennt ekki talin vera virðuleg atvinnugrein þá þrátt fyrir að þær væru að allan sólarhringinn.

Mér er t.d. minnisstætt að að mamma mín (21 árs) á 3 börn, systir mína sem er fædd í lok ár 1960 síðan mig sem er fæddur í janúar 1962 og bróðir minn sem er fæddur í mars 1963.
Hún var alltaf að, samt var aldrei sagt við hana að hún væri dugleg og hún hafði það á móti sér eins og ósýnilega óvini í fólki sem þótti vænt um hana að þeim sem bjuggu á efri hæðinn fannst svo gaman að spilla börnunum hennar.
Hennar lögmál, hennar uppeldislega rétta og kærleiksfulla NEI var einskinns virði, bara dauð orð úr þreyttum munni nöldrandi mömmu.

Á efri hæðinn var alltaf sagt “JÁ elskan mín” við alla, líka pabba þegar hann kom grátandi upp vegna þess að mamma vildi ekki hjálpa honum að þvo á sér krullurnar.

Þegar við fjölskyldan flutum suður á Hafnatún 6 skánaði þetta aðeins en ekki mikið, það var of seint í rassinn gripið að reyna að laga þetta en systir mín varð reyndar snemma mjög svo dugleg “aukahúsmóðir.”

Guði sé lof þá fann einhver upp P-pilluna 1965 minnir mig (gott ef þetta var ekki 8 mars 1965) og eftir það urðu börnin í bænum færri og karlar almennt graðari og glaðari.

Konur bæjarins fóru þá að sinna börnum og heimili og vinna úti líka, ekkert mál, þær bættu bara við 20 tímum í sólarhringinn og hættu nú endanlega að sofa.

Sé fyrir mér elskulegt samtal á milli hjóna FYRIR pilluna sem gæti hafa hljómað einhvernvegin svona á sunnudagsmorgni á Sigló:

Heyrðu elskan eigu við ekki að skreppa aðeins inní svefnherbergi núna, rétt á meðan krakkarnir eru á barnasamkomu í ZÍON....ha, það er langt síðan við höfum fengið okkur “gott í kroppinn” ???
En þá svaraði hún kannski bara þreytt og uppgefin: 

Höfum VIÐ nokkuð EFNI á því ?

Ég sagði það síðast að ég er þakklátur fyrir ástina og umhyggjuna en ég sagði líka:
“að ég sem strákur hafi verið elskaður næstum hættulega mikið” og það er satt.

 Nonni Björgvins vopnaður 3 ára gamall í koju í kjallaranum á Hverfisgötu 27

Get ekki komist hjá því að viðurkenna að ég varð ofdekraður og spilltur af eftirlæti og þetta hefur háð mér eins og einhverskonar “fötlun” seinna í lífinu. (ekki ástin og umhyggjan, það er aldrei hægt að fá nóg af því) heldur þessi skortur á réttlæti og  jafnræði sem var ekki þarna og það var (er enn, því miður) mikill munur á uppeldisaðferðum og hugmyndum um hvernig maður elur upp stráka og stelpur. Held því miður að við gleymum svo oft sem foreldrar að þetta sem er í gangi akkúrat núna í dag og það sem við erum að segja við börnin okkar að gera og ekki gera á líka að hafa langtíma áhrif.  

En börn gera nú oftast ekki það sem þeim er sagt að gera, þau gera miklu meira af því sem þau SJÁ fullorðna gera. Taka eftir og herma hegðun hvort sem hún er góð eða slæm. Taka það síðan með sér út í lífið og inn í sín eigin ástarsambönd og verða á einhvern óskiljanlegan hátt kópíur af sínum eigin foreldrum hvort sem þau vilja það eða ekki.

Konur ELSKA eða telja sig vera að gefa ást og umhyggju með því að fórna sínum tíma og þjónusta aðra sem þær elska, en stundum fer þessi móðurást út í vitleysu og er í ekki alveg í takt við tímann eða aldurinn / kynið á þeim sem þær eru að þjónusta / elska.
Skrítið! ....eða....?

Ég tók með mér ferðatösku úr minni barnæsku og uppeldi inná heimili sem ég deildi með konu sem ég elskaði í 27 ár. (elska hana ennþá, bara öðruvísi í dag, sem vin)  

Það var auðvitað fullt af verkfærum og öðru góðu í þessari tösku til að fara út í spennandi fullorðin heim en það var alltof lítið að jafnræði og hugmyndum um hvernig maður á að deila störfum og erfiðleikum hversdagsleikans réttlátlega á milli sín í orðum og verki.

Þar er eitt hegðunarmunstur sérstaklega sem ég sé og held að sé frekar allgeng hegðun hjá karlmönnum því miður. En það er að kunna að rífast og vera ósammála, klára ósættið, ræða málin til hlítar og ná því markmiði að báðir aðilar fengu að segja sitt og báðir hlustuðu og tóku inn það sem hinn sagði.
Það er agalegt og sárt að sjá þegar pör fara út í það að tjá sig með þögn og fýluköstum, dögum og vikum saman, þangað til allir hafa gleymt hvernig þetta byrjaði og um hvað var verið að rífast. Síðan kemur þetta bara upp aftur og aftur í öðru formi.

Kannski er þetta ekki bara sprottið úr þeirri staðreynd að mér var ekki kennt þetta frá barnsaldri, heldur líka að ég er karlmaður og ræð ekki við hormónana í mér.
Það bjó lengi vel í mér hræðsla við sjálfan mig um það sem gerist í mér þegar ég verð fyrir ásökunum og þegar ég verð reiður.
Hræðsla við að segja eitthvað ljótt sem ég ekki meina og vill ekki segja við þá sem ég elska og jafnvel að þessi reiði gæti komið út í líkamlegum ekki fallegum hreyfingum.
Ég hata ofbeldi í öllu formi og þess vegna gerði ég það sem ég taldi vera það eina rétta.

Hætti að tala og forðaði mér, svaraði með þögn, taldi það vera mín eina björgun frá þessu óréttlæti, en þögnin var kannski líka hefnd fyrir tapaðan leik.

Það er sárt að þurfa að viðurkenna það hér og nú að þetta var það sem eyðilagði okkar annars svo góða samband að lokum, át okkur upp. Mín viðbrögð við öllu þessu “NÖLDRI” þegar það lenti á henni að reyna að laga það sem pabba,mömmu og ömmum og fleirum “mistókst/tókst” varð of mikið og þegar ég áttaði mig á þessu varð það of seint.

En ég bað hana afsökunar og fyrirgefningar fyrir mörgum mörgum  árum síðan og ég bætti við:

ÉG vissi ekki betur og ekki ÞÆR/ÞEIR heldur, þetta var ekki illa meint, ást og umhyggja er jú aldrei illa meint en getur fengið skrítnar afleiðingar seinna, því miður.

Við erum öll börn síns tíma.

En svo bætti ég auðvitað við og hló hátt:

En þetta er samt allt saman YKKUR SJÁLFUM AÐ KENNA.

Já takk fyrir allt konur heimsins og til hamingju með daginn í dag (8 mars 2017)
Þið eigið svo sannarlega allt gott skilið.

Fyrir meira en 25 árum ákvað ég útfrá áhuga mínum á Búddisma að hafa það sem markmið að verða “Meiri manneskja og minni hormóni” hafði þessi orð sem “Mantra” á hverjum degi og markmiðið var að hugsa aðeins og taka eftir því í hvert skipti sem ég var “svangur, reiður graður,glaður.......” og ekki láta þetta stýra mér og mínum tilfinningum og hugsunum of mikið.
Þetta tókst “så där” og í nafni sannleikans verð ég að viðurkenna að jákvæðar persónuleika breytingar komu miklu miklu meira úr þeirri staðreynd að ég varð ELDRI, reyndari og greindari með árunum. Margir karlmenn eru seinþroska og sérstaklega ég.

En það er kannski búandi með mér núna, hver veit, nenni ekki að æsa mig, gef mér tíma til að hlusta á aðra, sérstaklega á börnin mín og barnabarnið mitt heldur að afi sinn sé jólasveinn sem kemur með jólagjafir allt árið. Lífið er bara virkilega gott, hefur aldrei verið betra.    

En þegar þið lesið þetta þá kannski er það vonlaust að einhver heilvita kona vilji búa með mér.
Dæmi um skort t.d. á verkkunnáttu í hversdagsleikanum sem útskýrir þessa “fötlun” er að í síðustu viku var ég að setja upp svona “Panel” gardínur, hvítar með flottu grænu og svörtu blómamunstri og það þurfti “bara” að stytta þær og strauja með svona límbandi. Já ekkert mál, ég kann að líma.....á ég straujbolta, já, inni í skáp er ónotaður 10 ára gamall straujbolti og meira að segja straujborð.

Las náttúrulega ekki leiðbeiningarnar sem voru í óopnuðum kassanum, henti þeim, hef séð mömmu og fyrrverandi konuna mína gera þetta, þetta leit ekkert svo flókið út. Og ekki get ég hringt í nokkurn mann eða konu og sagt að ég kunni ekki að strauja gardínur, ég sem er í dag 55 ára gamall velmenntaður alvöru einstæður karlmaður.

Byrja að strauja og þá kemur bara einhver græn og svört leðja og vönd lyk úr þessum straujbolta, hvað er hann svona skítugur þessi nýi bolti ?? Kíki svo á þetta og, já há það eru víst einhverskonar hitastillingar þarna og ha, á hann ekki að vera á 260 gráðum? Og á að setja vatn í þetta líka....hvar ? djöfl... legg frá mér boltann og fer að leita af þessum leiðarvísi í ruslaskápnum og þá fór brunavarinn í gang.... andsk...... 

En PLEACE ! ekki vera að hlæja af þessari fötlun... ekki núna..... þegar þið vitið af hverju þetta er svona og að þetta hafi kostað mig bæði hjónaband og nýjar gardínur. Ha... og ég er svo sem enginn asni, ég horfi oft á Nýjasta tækni og vísindi og skil allt þar, meira að segja afstæðiskenningar Ænstæns, ekkert mál.

En sumt er bara virkilega erfitt og ég er að reyna að ná tökum á þessu og þetta gengur hægt en vel.....búinn að búa “meira og minna” einn með henni Cindý minni heitinni í yfir 10 ár og hef það bara gott. 

En mitt stærsta og eiginlega mitt eina vandamál er að ég:

ÉG SKIL EKKI KONUR........... og sumt sem þær kunna.

Halldóra Ragna Pétursdóttir móðir mínForeldra mínir Halldóra Ragna Pétursdóttir og Björgvin Sigurður Jónsson (Pabbi var oft kallaður Hrímnisdrengurinn þegar hann var barn) 

Ég er ennþá að hlusta á þetta lag um Göngutúr í heimahaga með textanum eftir Gustaf Fröding, frægasta ljóðaskáld Svíþjóðar.

Textinn og laglínan vaggar mér inn í heim minninganna og ef hann væri á SIGLFIRSKU með mínum minningarmyndum sem hann miðlar til mín.
Þá myndi hann hljóma einhvern veginn svona við þessa laglínu hjá: Myndband Mando Diao


Það gægist fram miðnætursól sem glitrar í sjó

og lýsir upp fjörð og nes

með sjóinn svo ljúfan þegar vindurinn dó

bakvið skjólgott Siglunes.


Og í yndislegu sumri og sunnangolu ómi

stendur mín heimabyggð og heilsar mér glatt

En hvar eru bryggjur og brakkar og annar ósómi

allt er eitthvað svo tómt og  svo flatt

 

Það er allt horfið, hrunið og brennt, herjað og kalt

þar sem allt var áður liggur bergið bert

og yfir öllu blæs minningar vindur svo svalt

minningar um allt sem þú áttir og ert

 

Ég sé stórt hvítt hús

og opinn glugga með ömmu minni í,

hún vinkar og kallar mig heim í sitt hús

og hún sér mig hvar sem ég bý

 

Og það er sem ég heyri faðir minn hósta

hljóð, sem hljóma samt svo kröftugt og ungt

áður en orðinn þögnuðu í hans dauðsjúka brjósti

og hans líf varð svo sorgmætt og þungt


Allt er tómt, brunnið og brennt og ég vill leggjast niður

við sjóinn og heyra hans tal og aldanna hjal

um allt það gamla og liðna frá hans lifandi tíma

um það gamla í Minningarnas dal


Og í minningarnars sorgmædda hvíslandi svari

svo lágt sem það kæmi úr draumi

“Allt er horfið, kastað útí verður og vind

allt er dautt, grafið og gleymt”

 

Þegar þú sérð fyrir þér gamlar minningar myndir

stendur tómið  þar með þér í eyðibýla dal

en þín eilífðar æska er allt sem þú fyndir

ef þú leitar eftir því gamla í Minningarnars dal

Lifið heil
Nonni Björgvins

Texti: Jón Ólafur Björgvinsson 
Myndir: JÓB, Salbjörg Jónsdóttir, Björgvin Jónsson og myndir úr fjölskyldu albúmi. 

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA / Stövtåg i hembyggden 1.hluti


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst