Hjólað fyrir Iðju / dagvist á Siglufirði

Hjólað fyrir Iðju / dagvist á Siglufirði Þriðjudaginn 21. júní n.k. mun Þórir Kr. Þórisson fyrrverandi bæjarstjóri í Fjallabyggð, hjóla frá

Fréttir

Hjólað fyrir Iðju / dagvist á Siglufirði

Þórir Kr. Þórisson
Þórir Kr. Þórisson

Þriðjudaginn 21. júní n.k. mun Þórir Kr. Þórisson fyrrverandi bæjarstjóri í Fjallabyggð, hjóla frá Seltjarnarnesi til Siglufjarðar til styrktar Iðju/dagvist á Siglufirði.

Iðja/dagvist í Fjallabyggð veitir fólki þjálfun, vinnu, umönnun og afþreyingu sem vegna fötlunar sinnar þurfa sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Starfið miðar að því að aðstoða þá við að vera virkir þátttakendur í daglegu lífi. Í dag eru tólf einstaklingar sem nýta sér þjónustuna og eru þeir 18 ára eða eldri.

Iðja/dagvist á Siglufirði var fyrst opnuð 2. febrúar 1992 í húsnæði Sjálfsbjargar við Vetrarbraut. Fljótlega flutti Iðja/dagvist á Norðurgötu 14 og á miðju ári 1997 var aftur flutt, þá að Suðurgötu 2 . Í apríl s.l. flutti starfsemin síðan í glæsilegt húsnæði við Aðalgötu 7 sem er sérhannað fyrir starfsemina.

Til að geta betur komið til móts við þá einstaklinga sem sækja Iðju/dagvist er mikilvægt að hægt verði að innrétta það sem kallað er "skynörvunar herbergi" en það hefur ekki tekist vegna fjárskorts. Markmið ferðar Þóris Kr. Þórissonar er að vekja athygli á Iðju/dagvist og safna þess fjár sem upp á vantar en það er u.þ.b. 1.000.000,- kr.

Hægt er að styrkja söfnunina með því að leggja inn á reikning:  1102-05-402699, kt. 580706-0880 í Sparisjóði Siglufjarðar.

Verndari söfnunarinnar er Guðmundur Guðlaugsson fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði.

Með því að hjóla frá Seltjarnarnesi til Siglufjarðar viljum við sýna stuðning okkar í verki.

Seltjarnarnes,  18. júní 2011.

Aðstandendur söfnunarinnar
„Hjólað fyrir Iðju / dagvist“

Mynd og texti: Aðsent.




Athugasemdir

12.febrúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst