Hún er SÓFA HOPPARI frá Frakklandi

Hún er SÓFA HOPPARI frá Frakklandi Hún stóđ ísköld og skjálfandi viđ veginn rétt utan viđ Dalvík međ bakpokann sinn og var ađ húkka sér far til

Fréttir

Hún er SÓFA HOPPARI frá Frakklandi

Célia Dumont-Malet frá Frakklandi
Célia Dumont-Malet frá Frakklandi

Hún stóđ ísköld og skjálfandi viđ veginn rétt utan viđ Dalvík međ bakpokann sinn og var ađ húkka sér far til Ólafsfjarđar ţegar viđ tókum hana upp í bílinn.

Hć, hver ert ţú og á hvađa ferđalagi ert ţú ?

"Ég heiti Célia Dumont-Malet og er frá Frakklandi og ég er í svona HOPPA á milli SÓFA ferđalagi um allt Ísland."

Ha, hvađ meinarđu ? 
"Já sko, mađur skráir sig bara á heimasíđu sem heitir: Couch Surfing og setur upp eigin prófíl og svo getur mađur spurt fólk sem er ađ gera ţađ sama út um allan heim hvort mađur geti fengiđ ađ gista ókeypis á sófanum ţeirra í eina eđa tvćr nćtur. Svona eignast mađur vini frá öllum heimsins löndum" 

En sniđugt og er ţetta ekkert mál ađ finna gott fólk til ađ gista hjá hér á Íslandi ?

"Nei, ég er búinn ađ ferđast um allt landiđ í 40 daga og allir hafa veriđ alveg rosalega góđir og hjálpsamir og mér finnst ţađ svo flott hvađ Íslendingar eru heiđarlegir og standa alltaf viđ ţađ sem ţeir lofa. Svo er ég líka ađ gera smá skólaverkefni í leiđinni sem fjallar um afstöđu landsmanna til menningar og lista og mér finnst eins og ALLIR á Íslandi séu listamenn, skáld eđa tónlistafólk, alveg ótrúlegt og skemmtilegt. Ég er sjálf ađ lćra leiklist í París"

Hvert á svo ađ fara eftir Ólafsfjörđ ? 

"Ja mig langar ađ koma til Sigló, en ég hef ekki fundiđ lausan sófa ţar"

Heyrđu, ekkert mál, komdu bara, viđ erum međ lausan sófa í kjallaranum.

"Ó, já takk, ţá kem ég bara á fimmtudaginn."

Viđ skildum viđ Célia í góđum höndum hjá Bjarkey í kaffi Klöru, hún ćtlađi ađ fá lánađ netiđ ţar til ađ athuga međ hvort sófinn hennar vćri klár fyrir gistingu.

Célia viđ kaffi Klöru á Ólafsfirđi 

Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842 0089 

Tengdar fréttir

Athugasemdir

26.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst