Mannlífsmyndir teknar 12. júlí 2014

Mannlífsmyndir teknar 12. júlí 2014 Mikið líf var í bænum laugardaginn 12. júlí, enda var sól og blíða og einhver talaði um að það væri 25 stiga

Fréttir

Mannlífsmyndir teknar 12. júlí 2014

Mikið líf var í bænum laugardaginn 12. júlí, enda var sól og blíða og einhver talaði um að það væri 25 stiga hiti.

Strandblaksmót í fullum gangi, tjaldsvæðið, bæði gras hluti tjaldsvæðis og malarhluti tjaldsvæðis voru full og mikið líf á svæðinu. 

Einhverjar af þessum myndum voru teknar um kl. 23:00 um kvöldið.

Rauðku piltar og stúlkur grilluðu fyrir gesti og ég veit ekki hvað og ég veit alls ekki hvað.

Svo koma nokkrar myndir hér fyrir neðan, þá sérstaklega fyrir brottflutta með heimþrá. Flestar eru þær teknar laugardaginn 12. júlí en þó einhverjar í síðustu viku.

12. júlí 2014Anna María strandblaksdrottning.

12. júlí 2014Helga Hermanns og Ólöf mín í stigavörslu á strandblaksmótinu.

12. júlí 2014Ægir Eðvarðs og Nonni Björgvins að rabba um eitthvað spennandi. Held að Nonni hafi verð að segja Ægi hvað væri mikið nýtt og spennandi í nýja Ikea (lesist á sænsku) bæklingnum. Ægir virðist hafa takmarkaðann áhuga á því.

12. júlí 2014Daníela hress og kát í bakaríinu fyrir keppni.

12. júlí 2014Anna Hermína með rúsínulausan pung. Rúsínulaus ástarpungur er eins og ........ Jaaa, ég held að ég skrifi ekkert meira við þetta.

12. júlí 2014Blaksystur. Jóhanna og Bára Þórisdætur. (Dætur Þóris Stefáns og Sigurlaugar Guðjóns).

12. júlí 2014Þessi mikli meistari og eðaldrengur heitir Tormod Enge Bretsen. Hann er norskur Siglfirðingur í húð og hár.

12. júlí 2014Gíslina Salmannsdóttir og ömmugullið.

12. júlí 2014Hér er svo hún Ólöf mín að slá boltann. Takið eftir því hvað steinahleðslan og trélistaverkin á Genis-veggnum eru falleg.

12. júlí 2014Þessi tvö eru óttaleg krútt. Jón Steinar og Ellen Daðey Hrólfsdóttir.

12. júlí 2014Jón Steinar á spjalli við Balda og Hrólfdísi.

12. júlí 2014Ómar Hauksson fylgist með strandblakinu.

12. júlí 2014Rauðku-liðar undirbúa grill.

12. júlí 2014Í ljósum logum. Hér kraumar í kolunum hjá þeim Kristni og Heimi.

12. júlí 2014María Jóhanns og Sólveig Sara. 

12. júlí 2014Sigríður Salmannsdóttir.

12. júlí 2014Og ein "Selfí". Jón Hrólfur Bald.

12. júlí 2014Reynir Karlsson er alltaf hress.

12. júlí 2014María Petra.

12. júlí 2014Hótel Sunna í byggingu. (Myndin á að vera svona).

12. júlí 2014Tjaldsvæðið kl. 23 í gærkveldi.

12. júlí 2014Haukur Orri.

12. júlí 2014Árni Heiðar.

myndir 12. júlEitt af fallegri húsum bæjarins.

myndir 12. júlAndrés gamli olíubátur. Ég get ekki betur sé en hann sé notaður í það að vera ruslatunnuhaldari í dag.

myndir 12. júl

Meira af myndum hér. 


Myndir og texti. Jón Hrólfur Bald.

 

 


Athugasemdir

22.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst