Mótorhjólafólk var duglegt að heimsækja Siglufjörð í sumar
sksiglo.is | Almennt | 11.09.2013 | 13:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 389 | Athugasemdir ( )
Það var ósjaldan sem maður heyrði drunur í mótorhjólum
í sumar.
Bæði stórir og litlir hópar af hjólafólki kom við á
Sigló. Mikið af erlendu hjólafólki lagði leið sína í fjörðinn og það er greinilegt að Siglufjörður er kominn á
kortið þegar um mótorhjólaferðir er að ræða og ósjaldan sá maður mótorhjól fyrir utan Gistiheimilið Hvanneyri.
Ég náði þessum myndum í sumar af mótorhjólafólki sem
kom við á Sigló og tók einn bryggjurúnt áður en þau lögðu af stað úr bænum.





Athugasemdir