Ljósmynd vikunnar - Strákagöngin opnuð 1967

Ljósmynd vikunnar - Strákagöngin opnuð 1967 Samgöngur við Siglufjörð voru lengst af mjög erfiðar, bæði á landi og í lofti, og nær allur flutningur til

Fréttir

Ljósmynd vikunnar - Strákagöngin opnuð 1967

Strákagöng opnuð 1967
Strákagöng opnuð 1967
Samgöngur við Siglufjörð voru lengst af mjög erfiðar, bæði á landi og í lofti, og nær allur flutningur til Siglufjarðar var á sjó.
Fyrsti bílinn ók um Siglufjarðarskarð árið 1946 og ári síðan var vegurinn tilbúinn.

Þótti þetta mikil samgöngubót en vegna þess að vegurinn var einn af hæstu og snjóþyngstu fjallvegum landsins tókst aðeins að halda leiðinni opinni 4-5 mánuði á ári.

Fyrstu stóru jarðgöngin, sem voru gerð fyrir bifreiðaumferð á Íslandi, Strákagöng, voru svo opnuð í gegnum fjallið Stráka, 10 nóvember 1967 og var þá einangrun fjarðarins rofin.




Athugasemdir

01.júlí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst