Mynd vikunnar- HF Bakki

Mynd vikunnar- HF Bakki Árið 1923 hóf Óskar Halldórsson síldarsöltun í Bakka ( neðan við Hvanneyrarbraut ) en þar hafði Pétur J. Thorsteinsson saltað

Fréttir

Mynd vikunnar- HF Bakki


Árið 1923 hóf Óskar Halldórsson síldarsöltun í Bakka ( neðan við Hvanneyrarbraut ) en þar hafði Pétur J. Thorsteinsson saltað síld í nokkur ár.

Í Óskars sögu Halldórssonar segir að hann hafi saltað í Bakka til ársins 1934 og frá 1937 til 1941. Síðar saltaði Óskar einnig á Jarlsstöð. 


Í bókinni segir: ,, Óskar reisti og rak lýsisbræðslu á Bakka og reisti þar frystihús og frysti síld til beitu. "

Bryggjurnar í Bakka skemmdust oft af brimi á vetrum en voru reistar aftur að vori.

Óskar Halldórsson, 23 ára búfræðingur, kom til Siglufjarðar 10. júní 1917. Þetta kemur fram í  Vísi 6. september 1942 og Siglfirðingi  8. september 1944.

Sumarið 1917 fékkst Óskar við lifrarbræðslu en síðan varð hann umfangsmikill síldarsaltandi, bæði á Siglufirði og annars staðar, og er talinn fyrirmynd Íslandsbersa í Guðsgjafaþulu Halldórs Laxness.

Í ævisögu Óskars er hann sagður ,, tákngerfingur íslenska síldarævintýrisins. Hann var spekúlant spekúlantanna.










Heimild : Siglfirskur annáll eftir Þ. Ragnar Jónasson.

Ljósmyndur úr Ljósmyndasafni Siglufjarðar : S5-nn-001-001; G- 1882; G- 1854 ; 21-nn-0178-02





Athugasemdir

15.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst