Gamla Sigló-Síld. Myndir úr safni Björgvins Jónssonar
Myndir úr gömlu Sigló Síld.
Myndirnar koma úr safni Björgvins Jónssonar.
Fleiri myndir úr safni Björgvins koma á morgun sunnudag.
Gunnar Ásgrímsson og Gerða Pálsdóttir við flökunarvélina.
Guðrún Jónatansdóttir, Hugsanlega Svandís Guðmundsdóttir og Kristín Ólafsdóttir vinna hér við að snyrta síldarflök.
Frá hægri Þórunn Guðmundsdóttir,???, Gerða Pálsdóttir, Jenný Sigurðardóttir vinna við að snyrta síldarflök.
María Benediktsdóttir við gaffalbitaskurðarvél.
Anna Björnsdóttir til vinstri við borð,???, Júlía Halldórsdóttir. Erna Magnúsdóttir til hægri. Hér eru þær að setja gaffalbita í dósir.
Erna Magnúsdóttir, Anna Þórhallsdóttir, Emma Magnúsdóttir, Þóra Jónsdóttir.
Bjarnína Snæbjörnsdóttir til vinstri og Emma Magnúsdóttir til vinstri. Hér eru þær að vinna við dósalokunarvélina.
Emma Magnúsdóttir við dósalokunarvélina sem hét Trio TAF 3. Smíðuð í Stavanger í Noregi.
Júlía Hannesdóttir og Emma Magnúsdóttir að setja forsósu á tómar dósir.
Erla Ólafs, Gyða Kristjánsdóttir???, Esther Sigurðardóttir að líma miða á dósir sem fóru til Rússlands.
Steinun Bergsdóttir, Brynja Magnúsdóttir, ???
Felix Einarsson til vinstri og Guðmundur Þorgeirsson til hægri á mynd að stimpla dósalok.
Athugasemdir