PÅ VÄG MOT ISLAND…. á heimaslóðum sænskra síldveiðimanna! Lysekil (25 myndir)
“Bohuslenskir síldveiðimenn voru fyrst og fremst á veiðum við norðurströnd Íslands.
Þegar það var bræla fóru bátarnir inná Siglufjörð og þá gat mannskapurinn fengið að slappa af og fara í bíó og á dansleiki.
Á Siglufirði var Norsk sjómannakirkja með bókasafni og þangað gat maður farið til að lesa dagblöð og sækja póst. Stundum gafst tími til að fara inní land og skoða hveri og fossa.”
Þessi orð standa á stóru sýningarspjaldi við hliðina á risastórri ljósmynd frá Siglufirði á sýningu sem nefnist “På väg mot Island” en þetta er farandsýning á vegum Bohuslän Musseum sem í ár er sett upp í Lysekil sem er einn frægasti síldarbærinn á vesturströnd Svíþjóðar.
Greinarhöfundur fór í heimsókn til Lysekil fyrir stuttu síðan til að sjá þessa sýningu og fræðast meira um þetta merkilega bæjarfélag og einnig til að hitta eldri fróðan mann sem heitir Stig Selander en hann er ritari í “Bohusläns Islandsfiskares förenig” en það er hagsmunafélag síldveiðimanna við Íslandsstrendur sem var stofnað 1933 og það er til enn í dag og er einn af stærstu styrktaraðilum sýningarinnar sem er í Vikarvets byggðasafninu í Lysekil.
Stig Selander við byrjunar söguskilti sýningarinnar í byggðarsafninu í Lysekil.
Stutt um Bohusläns Islandsfiskares förening!
“Í dag er aðalhlutverk félagsins að sjá um sjóð félagsins og gæta hagsmuna meðlimana og styrkja söfnun og varðveislu heimilda um reknetaveiðar sænskra sjómanna frá vesturströndinni við Íslandsstrendur.”
Saga reknetaveiða Svía við Ísland.
Svíar hafa alltaf verið stórir síldarkaupendur á Íslandi, keyptu stundum ca 50% af öllu sem var saltað á Siglufirði. Síld er og hefur alltaf verið þjóðarréttur í Svíþjóð og eldri Svíar sem muna eftir “Den stora feta Islandssillen” fá vatn í munninn þegar minnst er á þessa síld.
Stórt söguspjald og myndir frá Siglufirði.
En að kaupa síld og að veiða hana sjálfir er tvennt ólíkt. Elstu heimilir um reknetaveiðar Svía við Ísland tala um bátinn ULF frá Gautaborg sem prufaði veiðar árið 1907 með slæmum árangri. Síðan koma annarslagið bátar, en hægt er að segja að skipulagðar reknetaveiðar Svía með söltun um borð í bátunum hefjist 1925 með mótorbátnum Rudolf frá Edshultshall sem var með söltunarsamning við niðursuðuverksmiðju Hugo Hallgrens í bænum Ellös.
Líkan af mótorbátnum Rudolf.
Að salta um borð í bátunum er tengt lögum sem sett voru á Íslandi 1922 sem bönnuðu útlendingum að salta síld í landi og þeir máttu bara veiða utan við þriggja sjómílna lögsögu Íslands.
Þetta voru þriggja mánaða túrar þar sem farið var af stað um mánaðarmótin júní/júlí og heimkoma var áætluð í lok september, flotinn byrjaði veiðar fyrir norðan og fylgdi síðan síldinni austur fyrir land.
Það var vægast sagt þröngt um borð.
Um borð í nokkrum af reknetabátunum voru svona söltunarvélar.
Saltaðar voru á milli 700 og upp að 1200 tunnur um borð í stærstu bátunum.
Það var nær eingöngu veitt í reknet, stundum voru stærri skip með í för sem einhverskonar “móðurskip” fyrir 3-4 minni báta sem stunduðu veiðar, en saltað var um borð í móðurskipinu.
Stig með mynd af "móðurskipinu" Mexicano sem notað var eitt árið þegar síldin hélt sig langt frá landi.
Teikning af reknetaveiðum.
Hljóðlaust myndband um reknetaveiðar sjómanna frá vesturströnd Svíþjóðar Sýnir undirbúning veiða í heimahöfn, söltun og lífið um borð og í lokinn koma margar myndir frá Siglufirði. (Myndbandið er ca "17 min" fer hægt af stað, hafið þolinmæði og lesið einnig fræðandi texta sem er undir myndbanda glugganum)
Þetta voru tveggja til þriggja mastra mótorbátar sem oft voru notaðir sem fraktskip líka. Um borð voru 7-8 manns sem varð að gera sér að góðu að búa og vinna í bát í þrjá heila mánuði. Þvo sér upp úr sjó til að spara ferskvatn og einu skiptin sem farið var í land var þegar eitthvað var bilað eða það vantaði vatn og nýjar vistir eða þegar bræla var við norðurland.
Hér er hægt að hlusta á stutt viðtal á Sveriges radio P4 við tvö gamla sjóara sem stunduðu reknetaveiðar við Ísland De fiskade sill utanför Island
Margir af þeim bátum sem notaðir voru við Íslandsstrendur voru 150-300 tonna svokallaðir “Enskir kuttrar” Svíar gátu keypt þessa báta kringum aldamótin 1900 frá Englandi þegar Englendingar fóru út í stálskipa togaraútgerð með gufuvélum. Svíar settu hráolíuvélar í þessa báta en notuðu segl líka.
Þá var oftast farið inná Siglufjörð og þá fóru bátsmenn í sundlaugina, kíktu á blöðin í Norska sjómanna heimilinu, skrifuðu og lásu bréf frá fjölskyldu og vinum sem höfðu stórar áhyggjur af sínum mönnum í þessu ævintýra ferðalagi á norðurhjara veraldar.
Brugðu sér í bíó og á ball, dönsuðu við íslenskar “sillstulkur” og reyndu að láta salt sárinn á höndunum gróa þessa bræludaga sem þeir áttu á Sigló.
Landlega á Sigló. Stig tók með sér þessa stóru ljósmynd og þrjár fullar möppur með myndum af bátum sem höfðu verið á reknetaveiðum við Ísland og annan fróðleik um þetta tímabil. Bátar og skip eru Stigs líf og yndi.
Þetta var mikil fjárhagsleg áhætta en borgaði sig vel þegar vel veiddist. 1933 voru hagsmunasamtökin “Bohuslän Islandsfiskares förenig” stofnað í Lysekil og var meiningin að gæta hagsmuna útgerðarmanna sem og niðursuðuverksmiðjana sem keyptu síldina sem var söltuð um borð.
Í upphafi voru verksmiðjurnar með áhyggjur af að það væri of kalt í lestum bátana og að þá myndir saltið ekki leysast upp í tunnunum og síldin myndi þá skemmast eða vera svo léleg að ekki væri hægt að vinna hana að veiðum loknum. En þetta tókst allt saman og þegar mest var fóru ca 80 bátar frá vesturströnd Svíþjóðar á reknetaveiðar við Íslandsstrendur.
Hann er að lóða saman dósir og hún er að binda saman litla tunnu fyrir innlagða síld.
Ávinningurinn var að ekki þurfti að kaupa síldina og þar fyrir utan sparaði maður sendingakostnað fyrir nýjar tunnur og fraktkostnað tilbaka til Svíþjóðar. Í þessum túrum voru notaðar bæði nýjar og gamlar tunnur.
Tunnugerð og verkfæri.
Þessar veiðar voru stundaðar árlega með smá pásu í seinni heimstyrjöldinni og sleitulaust fram til lok 1960.
Lysekil var þekktur síldarbær með frægar síldarverksmiðjur eins og t.d Luckeys niðursuðuverksmiðjuna.
Auglýsing frá Luckeys.
Elias Lycke (1866-1928) fór sem sjómaður til Ameríku árið 1888 gagngert til þess að geta unnið sér inn fjármagn til að stofan eigið fyrirtæki. Í Ameríku breytti hann eftirnafni sínu í Luckey (Heppinn) og þegar hann flutti aftur heim 1893 stofnaði hann niðursuðuverksmiðjuna “ Luckeys konservfabrik” í Lysekil. Eftir lát Elíasar tóku börn og barnabörn við fyrirtækinu og rákuð það þar til það var lagt niður 1980.
Bærinn var einnig frægur fyrir sín fínu heilsuhótel fyrir ríkt og frægt fólk með flottum hafsböðum og heilsukúrum og er enn í dag þekktur og vinsæll túristastaður.
Gamalt frægt heilsuhótel og hafsbað sem nú er horfið.
Greinarhöfundur hitti fyrst hin hressa og fróða Stig Selander sem er að verða 84 ára í fallegri vík fyrir utan Vikarvets byggðarsafn og spjölluðum við saman í næstum tvo klukkutíma áður en hann fór með mig inn á safnið og kynnti mig fyrir fróðum eldri dömum sem voru þar í sjálfboðavinnu. Fyrst skoðuðum við sýninguna “På väg mot Island” sem var við anddyri safnsins og síðan fórum við og skoðuðum sjálft byggðasafnið þar fyrir innan sem sýnir sögu Lysekil á einstaklega skemmtilegan hátt.
Stig horfir út í fallega vík við byggðarsafnið. Þarna sést líka einn elsti báturinn sem til er á vesturströnd Svíþjóðar, en hann heitir Prifararen og var hann smíðaður á Orust 1876.
Innar í sömu vík sér maður litla "Fiskarstuga" og í bakgrunninum túristar og bæjarbúar í sólbaði.
Að lokum koma hér nokkrar myndir frá Byggðarsafninu Vikarvet og aðrar myndir og upplýsingar um Lysekil og nágrenni.
Bátar á Byggðarsafninu.
Ýmsir minjagripir sem sjómenn í Lysekil hafa tekið með sér heim.
Minningar um prjónaverksmiðju í lysekil og auglýsing með Ingrid Bergman.
Tunnubotnar frá Grindavík.
Smábátahöfnin í Lysekil er í miðbænum. í bakgrunninum sést í hvítmálað hafsbaðshúsið.
líkan af sjávartorpi í sænskum skerjagarði.
Yfirlitskort yfir Lysekil og nágrenni.
Vegakort.
Lifið heil
Texti og myndir:
Jón Ólafur Björgvinsson
Aðrar myndir: Bohuslän Musseum.
Heimildir: Stig Selander og ISLANDSFISKE, en kort historik hämtad ur boken "53 år inom fiskkonservindustrin" av Göthe Grussell.
Aðrar heimildir um síldveiðar Svía og Norðmanna við Ísland:
Drivgarnsfisket vid Island på 1900-talet
Bohuslän var landets sillcentrum
SILDEFISKET VED ISLAND (Del 1) Norsk síða.
SILDEFISKET VED ISLAND (Del 2)
Aðrar greinar um Siglufjörð og vesturströnd Svíþjóðar:
Athugasemdir