Saga úr síldarfirði fær fimm stjörnur
sksiglo.is | Almennt | 26.10.2011 | 12:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 420 | Athugasemdir ( )
Nýútgefin bók Síldarminjasafnsins fær frábæra dóma í Morgunblaðinu í dag: ,,Saga úr Síldarfirði er afskaplega vel unnin barnabók, bæði mynd og texti. Í sögunni segir
frá Sigga sem er 12 ára gamall og flyst ásamt fjölskyldu sinni til
Siglufjarðar í upphafi síðustu aldar þegar síldarævintýrið er að
hefjast.
Líf Sigga tekur stakkaskiptum, hann þarf að byrja nýtt líf á nýjum stað en Siglufjörður virðist vera svar fjölskyldunnar við því að komast út úr sárri fátækt, en þau misstu af skipinu til Vesturheims.
Sumir myndu segja þetta umfjöllunarefni eiga lítið erindi við börn í dag. En ljóslifandi og vel rituð frásögn Örlygs, sem er byggð á raunverulegum atburðum, gerir þetta að sögu sem ætti að heilla hvern sem er.
Höfundurinn er myndlistarmaður og safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði og það sést að hann hefur kynnst umfjöllunarefninu vel. Síldin er mikilvægur kafli í sögu Íslands og hér eru henni gerð góð skil.
Sagan er fróðleg og skemmtileg, auk þess sem fallegar vatnslitamyndir Örlygs falla vel inn í frásögnina, hjálpa lesendum að lifa sig inn í hana og fá skýrari mynd af því sem fjallað er um. Þetta er verk sem hefur verið vandað mjög vel til og það skilar sér til lesandans.
Falleg og fróðleg alíslensk barnabók.”
Ritdómur í Morgunblaðinu í dag Ingveldur Geirsdóttir | ingveldur@mbl.is
Líf Sigga tekur stakkaskiptum, hann þarf að byrja nýtt líf á nýjum stað en Siglufjörður virðist vera svar fjölskyldunnar við því að komast út úr sárri fátækt, en þau misstu af skipinu til Vesturheims.
Sumir myndu segja þetta umfjöllunarefni eiga lítið erindi við börn í dag. En ljóslifandi og vel rituð frásögn Örlygs, sem er byggð á raunverulegum atburðum, gerir þetta að sögu sem ætti að heilla hvern sem er.
Höfundurinn er myndlistarmaður og safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði og það sést að hann hefur kynnst umfjöllunarefninu vel. Síldin er mikilvægur kafli í sögu Íslands og hér eru henni gerð góð skil.
Sagan er fróðleg og skemmtileg, auk þess sem fallegar vatnslitamyndir Örlygs falla vel inn í frásögnina, hjálpa lesendum að lifa sig inn í hana og fá skýrari mynd af því sem fjallað er um. Þetta er verk sem hefur verið vandað mjög vel til og það skilar sér til lesandans.
Falleg og fróðleg alíslensk barnabók.”
Ritdómur í Morgunblaðinu í dag Ingveldur Geirsdóttir | ingveldur@mbl.is
Athugasemdir