Sigurjón Jóhannsson myndlistarmaður
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 08.02.2010 | 10:00 | | Lestrar 688 | Athugasemdir ( )
Sigurjón er fæddur á Siglufirði 1939. Útskrifaðist frá MR. 1959 og lagði stund á myndlist og arkitektúr á Ítalíu. Stundaði nám við myndlista og handíðaskólann og Myndlistaskólann við Freyjugötu til 1963. Fór þá í námsferð til London og dvaldi þar fram á 1964.
Sigurjón var einn af fjórum stofnendum SÚM hópsins. Einnig hefur hann starfað við margs konar hönnun gegnum árin. Þá á Sigurjón að baki afkastamikinn feril sem leikmyndahöfundur bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Heimasíða Sigurjóns er www.sjohannsson.is
Hér má sýnishorn af myndum Sigurjóns Jóhannssonar
Athugasemdir