Gengið á fornan reka.

Gengið á fornan reka. Starfsfólk Síldarminjasafnsins safnaði í vor fornum skipsviðum í Hvanneyrarkrók með sérstöku leyfi Fornleifaverndar

Fréttir

Gengið á fornan reka.

Tordenskjold
Tordenskjold

Starfsfólk Síldarminjasafnsins safnaði í vor fornum skipsviðum í Hvanneyrarkrók með sérstöku leyfi Fornleifaverndar ríkisins. Viðirnir eru sennilegast úr dönsku freigátunni Tordenskjold sem sökkt var þarna snemma á 20. öld.


Tordenskjold, eða skrokkur þessa fyrrum glæsiskips danska flotans, var notaður sem birgðaskip hér í síldarhöfninni á öðrum og þriðja áratug 20. aldar. Gamall og þreyttur skipsskrokkurinn var dreginn yfir hafið og gengdi heldur snautlegu hlutverki fyrir grútartunnur og endaði síðan á sjávarbotni í Hvanneyrarkróki líklega seint á fjórða áratugnum.

Þar var hann hlaðinn grjóti og sökkt til að þjóna nýju hlutverki sem bryggjuhaus fyrir söltunarstöð hins danska Sören Goos. Sú áætlun mun hafa runnið út í sandinn í hörðum vetrarbrimum sem afmáðu sýnileg merki um skipið. Einhvers staðar þarna á sjávarbotni liggja skrokkleifarnar og á síðustu 10 árum hefur borið æ meira á óvenjulegum  harðviðarplönkum sem rekið hafa upp í fjöru Hvanneyrarkróks og álitið er að séu úr Tordenskjold.

Þessum skipsviðum hefur verið safnað skipulega með leyfi Fornleifaverndar ríkisins og þeir fluttir í Bátahúsið þar sem þeim hefur verið komið fyrir í sýningu um Tordenskjold sem kom við sögu í Síldarævintýri Íslendinga. Stafnlíkneski Tordenskjolds verður þar í öndvegi en það var tekið af skipinu áður en því var sökkt. Líkneskið var geymt um áratugi á myrku lofti síldarverksmiðjunnar Gránu þar sem margur siglfirskur strákurinn hafði ógleymanleg kynni af „draugnum á loftinu.“

Per Tordenskjold, sem skipið hét eftir, var frægur aðmíráll í danska flotanum snemma á átjándu öld. Flestir þekkja Tordenskjold gamla af eldspýtnastokkum sem hafa verið í notkun á síðustu áratugum.

Rósa Margrét Húnadóttir þjóðfræðingur, og Sturlaugur Kristjánsson bílstjóri.

Tordenskjold eins og allir þekkja hann.

Stafnlíkneski Tordenskjolds.

Texti og myndir: ÖK.

 



Athugasemdir

21.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst