SÍLDARTORFA, nýtt listaverk við Síldarminjasafn

SÍLDARTORFA, nýtt listaverk við Síldarminjasafn Margir hafa eflaust sé þetta par á ferli í bænum og núna síðustu daga á uppfyllingunni sunnan við bryggju

Fréttir

SÍLDARTORFA, nýtt listaverk við Síldarminjasafn

Jorel Heid við listaverkið Síldartorfa
Jorel Heid við listaverkið Síldartorfa

Margir hafa eflaust sé þetta par á ferli í bænum og núna síðustu daga á uppfyllingunni sunnan við bryggju Síldarminjasafnsins.

Þetta er Listaparið Jorel Heid og Alexandra Griess en þau hafa búið í Herhúsinu síðustu vikurnar og eru nú að leggja síðustu hönd á stórkostlegt listaverk sem þau nefna Síldartorfa og mikið rétt þetta lítur út eins og svífandi torfa og maður áttar sig ekki á hvað þetta er í raun. 

En ef maður kemur nær þá sér maður að þetta eru 1000 venjulegir borðhnífar sem eru bundnir upp í nælonþræði. 

Við keyptum alla hnífa sem voru til í Kaupfélaginu og síðan urðum við að fara til Akureyrar til að kaupa meira.

Verkið verður tilbúið nú í kvöld föstudag 24 júlí og mun standa hér yfir Síldarævintýri.

Sjón er sögu ríkari, komið endilega og sjáið þetta dásamlega verk. 

Hér koma nokkra myndir.

Síldartorfa ( 1000 borðhnífar) Silfur hafsins

Skilti sem útskýrir verkið

Nærmynd af síldartorfu, allt speglast í hnífunum með sjóinn í bakgrunninum.

Alexandra Griess listakona segir sögu listaverksins 

Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842 - 0089 

Tengdar fréttir

Athugasemdir

21.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst