Snilli og Tilli

Snilli og Tilli Miklar og fjörugar umræður hafa skapast á vefnum jeppaspjall.is um nýjasta verkefni þeirra Guðna Sveinssonar og Guðmundar

Fréttir

Snilli og Tilli

Miklar og fjörugar umræður hafa skapast á vefnum www.jeppaspjall.is um nýjasta verkefni þeirra Guðna Sveinssonar og Guðmundar Einarssonar.

Verkefnið er að sjálfsögðu breyting á bíl og það engin smá breyting. Það hefur verið gaman að fylgjast með Guðna og verkefnum hans í gegn um tíðina og eru bílaverkefni Guðna orðin svo mörg að það þyrfti heila vefsíðu bara með upplýsingum um bifreiðar sem Guðni hefur tekið í gegn.
En nú hafa þeir tekið höndum saman þeir Guðni og Gummi og kalla þeir sig Snilli og Tilli á vefnum.  Gummi er víst Snillinn í þessu sambandi og Guðni er Tillinn. Ég veit ekki alveg af hverju þessar nafngiftir hafa æxlast svona en þið spyrjið þá bara við tækifæri.

Eitt af því merkilegra sem ég hef séð nýlega er sérsmíðað balanceseringar tæki sem þeir félagar töfruðu fram úr erminni. Það er engin vél sem tekur balanseringu á svona stórum jeppadekkjum þannig að þeir redduðu þessu bara sjálfir. Ótrúlegir drengir og það hreinlega leikur allt í höndunum á þessum félögum.

En verkefnið er í stórum dráttum það að breyta gömlum Toyotu Landcruser jeppa 60 seriu árgerð 1986 á 54" dekk og Unimog hásingar. Ég sá nú bílinn þegar hann kom í bæinn á vörubílspalli og að mér fannst alveg hreint sannkallaður haugur, enda var hann búinn að standa í bílakirkjugarði inn í Bárðadal í einhver ár og var notaður sem kartöflugeymsla. Mér leist nú ekki alveg á blikuna þegar þeir eiginlega sturtuðu bílnum af pallinum. Reyndar hugsaði ég með mér ásamt hinum öllum félögunum, "jæja, þá kemur loksins verkefni sem verður Guðna Sveinssyni ofviða" og ég hefði líklega veðjað upp á það að þetta væri ekki hægt. Ég var ekki alveg sannfærður um það hvort þetta væri nú eitthvað sem vit væri í en mjög fljótlega kom annað í ljós og ég sá og heyrði að Guðni og Gummi væru með þetta útpælt. Þannig að núna mun ég aldrei veðja á það að þessum tveim félögum sé eitthvað ofviða í sambandi við bílabrall. Aldrei. Ég veit að maður á aldrei að segja aldrei en ég segi það nú samt.

Miðað við það sem ég hef séð af breytingunum þá verður þetta líklega einn vígalegasti bíll landsins þegar hann verður orðinn klár á götuna og svo sá eini í heiminum svona breyttur.

En umræðurnar á vefnum eru stórskemmtilegar og ég mæli með því að þið kíkið á þetta hjá þeim á jeppaspjalli.is
Þess má líka til gamans geta að verkefni þeirra Guðmundar (Snilla) og Guðna (Tilla) var valið athyglisverðasta verkefni árið 2013 í kosningu á jeppaspjalli.is og unnu þeir með miklum mun og fengu í verðlaun 50.000 vöruúttekt í Bílanaust. Þetta verkefni er allt unnið úr gömlu dóti. Kostnaður við pakkann er innan við mánaðarlaun kennar eftir  5 ára starfsreynslu segja strákarnir svo það er ekki mikið miðað við hvað þetta verður glæsilegur bíll.
 
Hér er vefslóðin á þá keppni :  http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=22801
Glæsilegt verkefni og ótrúlegt hvað þessir 2 geta áorkað saman. Það verður gaman að fylgjast með bílnum þegar hann verður orðinn klár.
 
Hér er svo slóðin beint á jeppaspjallið hjá þeim félögum sem er stórskemmtilegt að lesa fyrir tækja, bíla já og bara alla dellu-kalla og konur. :  http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=17319&hilit=snilli+og+tilli

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem ég fékk að taka af vefnum hjá Jeppaspjalli og með leyfi frá Guðna og Gumma.
 
snilli og Tilli.Hér eru þeir Guðni Sveinsson til vinstri og Guðmundur Einarsson til hægri.
 
snilli og tilliHér eru nokkur handtök búin.
 
snilli og tilliGuðni að speggúlera.
 
snilli og tilliHér eru þeir allir í öllu sínu veldi. Gummi, Guðni og sá græni.
 
snilli og tilliÞetta er líklega nýja beltið hans Guðna.
 
snilli og tilliGummi að brasa eitthvað.
 
snilli og tilliBúið að lyfta boddýinu af.
 
Myndir í eigu Guðna og Gumma. Fengnar af vefnum Jeppaspjall.is
 
 
 
 

Athugasemdir

06.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst