Gómarnir með tónleika í Bátahúsinu

Gómarnir með tónleika í Bátahúsinu Sönghópurinn Gómar er nú á lokasprettinum að undirbúa sig fyrir tónleika sem hópurinn verður með í Bátahúsinu

Fréttir

Gómarnir með tónleika í Bátahúsinu

Björn Sveinsson, Þórarinn Hannesson, Mundína Bjarnadóttir og Birgir Ingimarsson
Björn Sveinsson, Þórarinn Hannesson, Mundína Bjarnadóttir og Birgir Ingimarsson

Sönghópurinn Gómar er nú á lokasprettinum að undirbúa sig fyrir tónleika sem hópurinn verður með í Bátahúsinu sunnudaginn 29. apríl, en þá helgi stendur öldungamótið í blaki yfir í Fjallabyggð og á Dalvík.

Að þessu sinni verða siglfirsk dægurlög í forgrunni í bland við aðrar þekktar dægurperlur og að sjálfsögðu mun Sturlaugur sjá um undirleikinn með hljómsveit sinni.

Á dagskránni eru m.a. lögin Sem lindin tær, Kveiktu ljós, Bella María og Meiri bjór að ógleymdum lögum með karlakórnum Vísi og svo lög með Abba, Bay City Rollers, BG og Ingibjörgu, Hljómsveit Ingimars Eydal, Vilhjálmi Vilhjálmssyni og ýmsum fleiri.  Lofa hópurinnn góðri og fjörugri skemmtun.

Blm. leit inn á æfingu hjá hópnum í gær og smellti af nokkrum myndum





Sturlaugur Kristjánsson og Kristján Dúi Benediktsson

Texti: ÞH
Myndir: GJS


Athugasemdir

02.febrúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst