Gómarnir með tónleika í Bátahúsinu
sksiglo.is | Almennt | 18.04.2012 | 13:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 505 | Athugasemdir ( )
Sönghópurinn Gómar er nú á lokasprettinum að undirbúa sig fyrir tónleika sem hópurinn verður með í Bátahúsinu sunnudaginn 29. apríl, en þá helgi stendur öldungamótið í blaki yfir í Fjallabyggð og á Dalvík.
Á dagskránni eru m.a. lögin Sem lindin tær, Kveiktu ljós, Bella María og Meiri bjór að ógleymdum lögum með karlakórnum Vísi og svo lög með Abba, Bay City Rollers, BG og Ingibjörgu, Hljómsveit Ingimars Eydal, Vilhjálmi Vilhjálmssyni og ýmsum fleiri. Lofa hópurinnn góðri og fjörugri skemmtun.
Blm. leit inn á æfingu hjá hópnum í gær og smellti af nokkrum myndum
Sturlaugur Kristjánsson og Kristján Dúi Benediktsson
Texti: ÞH
Myndir: GJS
Athugasemdir