Sumarið 49

Sumarið 49 Leó Óla sendi mér þessa skemmtilegu frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 11. júní 1949 Eins og sést á myndinni er verið að nota jarðýtu til

Fréttir

Sumarið 49

Leó Óla sendi mér þessa skemmtilegu frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 11. júní 1949
 
Eins og sést á myndinni er verið að nota jarðýtu til að ryðja snjó af götum bæjarins þann 1. júní.
 
Það mundi líklega eitthvað heyrast í Siglfirðingum í dag ef þetta væri svona.
 
Það er nánast búin að vera sól og virkilega gott veður á Sigló það sem af er sumri. Þó komu hér líklega 2 rigningardagar og strax á fyrsta sólarlausa deginum heyrði ég einhvern segja "jesús minn, ætli það eigi bara að vera rigning í ALLT sumar hérna eða hvað???" . Líklega hefði þessi aðili sem sagði þetta bara verið lagður akút inn á geðdeild ef snjórinn hefði verið svona í bænum þann 1. júní í ár.
 
En allavega getum við ekki kvartað yfir sumrinu það sem af er og hugsanlega koma einhverjir nokkrir rigningardropar seinna í sumar, ja eða á morgun eða hinn.
 
Hér fyrir neðan er svo fréttin úr Morgunblaðinu sem birtist 11. júní 1949
 
sumarið 49

Athugasemdir

22.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst