Þau komu, sáust, heyrðust og sigruðu hjörtu Siglfirðinga

Þau komu, sáust, heyrðust og sigruðu hjörtu Siglfirðinga Síðastliðinn vika var með eindæmum skemmtileg, mikið fólk í bænum og svo voru hér líka um 30

Fréttir

Þau komu, sáust, heyrðust og sigruðu hjörtu Siglfirðinga

Nýr tölvuleikur. HEFND SIGLUFJARÐAR
Nýr tölvuleikur. HEFND SIGLUFJARÐAR

Síðastliðinn vika var með eindæmum skemmtileg, mikið fólk í bænum og svo voru hér líka um 30 manna úrvals lið ungmenna frá ýmsum löndum sem svo sannarlega sáust, heyrðust og unnu hjörtu okkar allra með sinni kurteislegu framkomu og einlægri forvitni um allt sem varðar okkur, bæjarbúa, okkar sögu, framtíð og drauma.

Eftir að þau voru búinn að "njósna" um okkur í nokkra daga með leiðsögugöngu um bæinn, opnunarskemmtun í Alþýðuhúsinu, matarboðum hjá bæjarbúum, veglegri bókargjöf til Bókasafnsins, heimsókn í Síldarminjasafnið og allskyns gagnavinnslu komu þau síðan með 200 hugmyndir af ýmsum verkefnum þar sem þau túlka sínar hugmyndir um okkar sögu og líf.

Þau fengu lánaða útvarpsstöðina Trölla, stofnuðu Ljósmyndastofu á Aðalgötunni sem bauð öllum ókeypis myndun, söngur í sundlaug var líka eitt skemmtilegt fyrirbæri, skoruðu á bæjarbúa í knattspyrnuleik, fóru með okkur í listagöngu og komu okkur á óvart með bleikum reyk í stóra SR strompinum. 

SVO GERÐU ÞAU LÍKA TÖLVULEIK UM HEFND SIGLUFJARÐAR Á FJÖLLUNUM SEM SENDA SNJÓFLÓÐ Á BÆINN.

Í tölvuleiknum Hefnd Siglufjarðar er bærinn fyrst hvílandi í fallegum faðmi fjalla en þegar ýtt er á takkann HEFND þá rúllar allur bærinn upp í fjall sem hefnd fyrir öll snjóflóðin sem þaðan koma

Get náttúrulega ekki sýnt ykkur allt sem var í gangi en hér fyrir neðan koma nokkrar skemmtilegar myndir og slóðir frá áður birtum myndum og fl. frá Sigló.is og einnig fréttir frá Reitum 2015.

Takk Reitir fyrir einstaklega skemmtilega samveru.

P.s Þátttakendur Reita 2015 vilja þakka öllum bæjarbúum fyrir einstaklegar hlýjar móttökur og þátttöku í að gera þessa daga eftirminnilega og einnig fyrir hversu allt er eitthvað svo einfalt og velkomið þegar spurt er t.d. Megum við fá lánaða útvarpsstöðina ykkar ? Eða megum við lána strompinn ykkar svo eitthvað sé nefnt. Ekkert mál.

Núna fara héðan 30 nýjar sálir sem ásamt hinum 100 sem hafa tekið þátt í Reitum síðustu árinn og þau munu öll tala sig hása um okkur og okkar yndislega fallega fjörð árum saman út um allan heim.

Arnar Ómarsson, Ari Marteinsson og allir aðrir sem hafa unnið að sköpun Reita eiga heiður skilið fyrir frábært framtak og allir þátttakendur eru að eilífu þakklát "Móður Alheimsins" og allt í öllu, mamma Alla.

Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir þú átt skilið heiðursborgaratitill í þessum bæ.

Lifið heil. 

 Við Torgið. Krítarhús fyrir börninn

Útskýring um verkið á Torginu

Frá útvarpi Reita í stúdíói Trölla

Ljáðu okkur eyra, götumerking fyrir útvarpið 

PENINGALYKT. Hér áður fyrr kom peningalyktin frá síldarmjölsverksmiðjum bæjarins, í dag kemur svipuð fýla frá sokkum túristanna sem er okkar nýja verkssvið

Peningalykt, verkið útskýrt

Þetta hús skipti um lit á hverjum degi í 5 daga, hylling til litadýrðar húsa á Siglufirði

Skemmtilegt verk við Alþýðuhúsið

MAMMA ALLA kemur hjólandi úr Kaupfélaginu með fimm innkaupapoka á stýrinu, með svuntuna góðu og blóm í hárinu. Ekkert mál að versla í matinn fyrir 30 manns.

Reitir 2015, Takk fyrir að þið gerið fallega fjörðinn okkar fegurri.

Myndir og Texti: Jón Ólafur Björgvinsson


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst