Unglingameistaramót Íslands 2010
sksiglo.is | Íþróttir | 19.03.2010 | 20:32 | | Lestrar 491 | Athugasemdir ( )
Unglingameistaramót Íslands 2010 var sett í Siglufjarðarkirkju í gærkvöld. Á vef Skíðasambands Íslands má sjá að 135 keppendur eru skráðir á mótið í alpagreinum og skíðagöngu. Sökum veðurs var ekki hægt að keppa í alpagreinum í dag en keppt var í skíðagöngu með hefðbundinni aðferð í Hólsdalnum.
Á morgun verður byrjað á keppni í stórsvigi kl. 10:00 hjá 15-16 ára. Ganga með frjálsri aðferð hefst kl. 11:00 uppí Skarðdal. Stórsvig hjá 13- 14 ára hefst kl. 13:00.
Myndir frá göngunni í dag eru HÉR.
Athugasemdir