Vísa úr gömlu Sigló Síld
sksiglo.is | Almennt | 26.01.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 597 | Athugasemdir ( )
Björgvin Jónsson lét mig fá vísur sem urðu til niður í
gömlu Sigló Síld
Hér er vísa eftir Jóhann Sigurðsson og hefur sennilega verið flutt á
árshátíð Sigló Síldar á Hótel Höfn 1. apríl 1967
Þetta er samið við lagið : Af konum sínum hafa karlmenn gaman af.
Konuvísur
Já lífið það er rómantískt í
Sigló-síld
og sést þar aldrei vera nokkur kerling fýld.
Þær eru alltaf brosandi og blikka karlana
og biðja stundum Magga sinn að brýna hnífana
en Fella við þær fara í dans,
já fyrir hann er aldrei stans
hann ógiftur nú ennþá er
enginn veit nú hvernig fer
hann eina bara eðlilega ætlar sér
Nú komin upp á lofti efri deild
þó allt sé kallað Sigló Síld í einni heild,
Já þarna eru skrifstofur með skraut á veggjunum
og skeinki borð og vínbar líka handa forstjórunum
En Rússum verður mikið mál
að meiga segja þarna skál
og kanarnir svo koma í ljós
og kaupa af okkur eina dós
enn allir fá svo fyrir þetta mikið hrós
Svo kemur önnur vísa úr Sigló Síld seinna.
Athugasemdir